sunnudagur, september 19, 2004
Helgaruppgjörið...
Já það er aldeilis búið að vera brjálað að gera um helgina. Eftir æfingu á föstudaginn brunuðum við til Holstebro og sáum gamla liðið mitt vinna Silkeborg. Ætlunin var að ná í Rebbu systir og Grétu í leiðinni. Við komum svo auðvitað við á Cooks svo ég gæti fengið mína yndislegu mexíkönsku pizzu. Ótrúlegt að ég skuli aldrei fá nóg.. Á laugardaginn spiluðum við svo á móti FCK og því miður enduðum við með að tapa með 2 mörkum. En þær eru auðvitað með svakalegt lið sem kostar örugglega 5 sinnum meira en okkar lið.. En það kemur sér líka oft vel að vera með stórar stjörnur því þær fá mjög sérstaka meðferð hjá dómurum.. Eru t.d aldrei reknar útaf og mega hlaupa með boltann meðan aðrir mega bara taka 3 skref.. (Ein svekkt en svona er þetta nú samt). En laugardagurinn var síður en svo á enda eftir leikinn þar sem löngu var búið að ákveða að hafa opstartsfest.. Frú Hrafnhildur endaði sem sagt á djamminu (þá er ég búin með annað af tveimur skiptum á árinu) og það var nú bara svona líka gaman.. Ég og Maria (196 cm) létum taka okkur í rassgatið í einhverjum drykkjuleik. Já Gunnar Berg minn það er sem sagt búið að finna drykkjuleik sem ég get tapað í, var nú alltaf svo örugg í búmmleiknum (hef aldrei tapað í honum).. Ég endaði svo á Train aðal skemmtistaðnum í Århus og hitti þar eiginmanninn, Stulla, Matthildi, Robba og Svölu í banastuði að sjálfsögðu. Við stelpurnar vorum alveg miður okkar yfir því hversu mikið var glápt á hana Mariu (196) þarna inni. Það var bara eins og hún væri hið mesta freak.. Greyið stelpan.. Svala var samt mjög dugleg að peppa hana upp. Sagði að ef hún væri lesbía þá væri hún búin að reyna við hana.. Svala er auðvitað bara snillingur.. Matta vinkona hitti okkur svo líka en þá vorum við reyndar á förum. Ásdís vinkona hennar og Héðinn eru hjá henni í heimsókn og mættu þau öll á leikinn hjá mér. Bara æðisleg, Héðinn hafði aldrei farið á handboltaleik áður og sagðist hafa skemmt sér mjög vel.. Það er nú reyndar mjö fyndið að ég er búin að eiga flesta áhorfendur á fyrstu tveimur leikjunum. Íslendingurinn að gera góða hluti og ekki nóg með það að þá mættu nokkur af börnunum mínum (úr Fritidscenter) á leikinn og þau voru nú ekkert allt of mikið að hvetja liðið heldur öskruðu bara nafnið mitt.. Frekar fyndið að spila fyrsta heimaleikinn sinn hérna og eiga besta stuðningshópinn. Spáið í þegar ég verð búin að heilla alla hina ;-) hahaha..
Í dag vann Viktorían mín svo stórsigur þegar hún fór í bíó í fyrsta skipti en við erum búin að vera að vinna í málunum í mjög langan tíma en hún hefur alltaf harðneitað að fara í bíó. Ég þurfti nú einu sinni að snúa við og fá miðann endurgreiddann.. Hún var nú líka þvílíkt stolt af sér og skemmti sér rosa vel á Garfield. Þannig að nú eigum við eftir að fara nokkrum sinnum í bíó næstu mánuðina.. Eftir bíó keyrðum við svo Rebekku og Grétu heim til Holstebro og komu Stulli og Matthildur með okkur.. Við tókum smá golf í leiðinni og auðvitað þurfti ég að koma við á Cooks enn eina ferðina og viti menn ég pantaði mér mexíkanska pizzu... Surprice....
Og stórfréttir úr boltanum... Nýja Dream teamið (Slagelse) tapaði með 13 mörkum á laugardaginn á móti Ålborg. Ekkert smá gott á þær.. Við eigum þær annars í næsta leik og vonandi verða þær bara ekkert að rífa sig upp á móti okkur..
Jæja það er eins gott að fara að hætta svo einhver nenni að lesa þetta rugl..
Kveð í bili..
Hrabba
Í dag vann Viktorían mín svo stórsigur þegar hún fór í bíó í fyrsta skipti en við erum búin að vera að vinna í málunum í mjög langan tíma en hún hefur alltaf harðneitað að fara í bíó. Ég þurfti nú einu sinni að snúa við og fá miðann endurgreiddann.. Hún var nú líka þvílíkt stolt af sér og skemmti sér rosa vel á Garfield. Þannig að nú eigum við eftir að fara nokkrum sinnum í bíó næstu mánuðina.. Eftir bíó keyrðum við svo Rebekku og Grétu heim til Holstebro og komu Stulli og Matthildur með okkur.. Við tókum smá golf í leiðinni og auðvitað þurfti ég að koma við á Cooks enn eina ferðina og viti menn ég pantaði mér mexíkanska pizzu... Surprice....
Og stórfréttir úr boltanum... Nýja Dream teamið (Slagelse) tapaði með 13 mörkum á laugardaginn á móti Ålborg. Ekkert smá gott á þær.. Við eigum þær annars í næsta leik og vonandi verða þær bara ekkert að rífa sig upp á móti okkur..
Jæja það er eins gott að fara að hætta svo einhver nenni að lesa þetta rugl..
Kveð í bili..
Hrabba
Comments:
<< Home
Takk fyrir síðast Hrabban mín, við Ásdís og Héðinn skemmtum okkur alveg rosalega vel, bæði á leiknum og á djamminu. Héðinn fór til Köben í dag og bað alveg rosalega vel að heilsa. Við Ásdís liggjum inni í rigningunni, lesum og spilum. Heyrumst fljótt. Knús og kossar
Skrifa ummæli
<< Home