fimmtudagur, september 16, 2004

Hér hefur þú það Dríbba mín!

Það eru bara hríðskot frá Berlín á mann, en Dríbba mín þú varst nú bara heppin að ég kom ekki með slagarann sem þú tókst á öskudeginum 1994 upp á sviði í söngvakeppni unglinga.......ussssss það var ekki fögur sjón, svona til að gera langa sögu stutta þá var hún Dríbba okkar "plötuð" til að taka nota bene frumsamið lag eftir okkur systur ásamt henni Siggu meik.......við erum að tala um það að þær stöllur voru hreinlega púaðar niður af sviði, ég hef aldrei skammast mín jafn mikið fyrir að hafa átt tvíburasystur þennan dag, var mikið hrædd um að fólk myndi rugla okkur saman og halda að ég væri þessi tónlausa upp á sviði sem var púuð niður......( já Dríbba mín ég tek upp riffilinn þegar þú byrjar, svo passaðu þig nú).

Annars var kellingin að koma heim af æfingu, fór ekki alveg eins og ég ætlaði mér...... ég er að segja ykkur það að mér er hreinlega ekki ætlað að keyra um á autobahnanum. Við erum að tala um það að ég keyri um á Seat Cordoba, nánast nýr bíll, keyrður aðeins 7000 km. Jæja nóg með það, kellunni finnst allt í einu full mikill reykur á autobahnanum svo ég ákvað að kíkja í baksýnisspegilinn, Jú jú viti menn bíllinn minn er allt í einu umvafinn reyki, við erum að tala um fyrir framan og aftan og svo angar allt af Dísel, Jesús minn ég byrja eitthvað að góla og tveir þýsku farþegarnir með og það næsta sem við sjáum er BMW bíll ásamt huggulegum manni við hlið okkar á hraðbrautinni með bendingar út í loftið, jú jú við skildum það þannig að við ættum að koma okkur sem fyrst út af hraðbrautinni sem við gerðum við fyrsta tækifæri. Þar lögðum við bílnum og leyfðum honum að kólna og svo tókum við eftir stórum pollum undir bílnum, sem ég skilgreini sem Dísel-leka. Já þetta var sko ekki fögur sjón og vill ég meina að bíllinn sé gallaður og ætla ég því að krefjast annan og betri. En ósköpin enduðu með því að einhver Daníel frá klúbbnum kom okkur til bjargar og við komum náttúrlega allt allt of seint á æfingu. En kellan er komin í hús svo þetta er allt í lagi, ég þakka bara fyrir að ég fór ekki á bílnum alla leið til Dríbbu var mikið að spá í því. Svo ég tek lestina snemma í fyrramálið og verð komin til hennar kl.12
Jæja ég læt þetta gott heita í bili, það verður örugglega einhver bið á næstu skrifum þar sem kellan verður upptekin í Berlín um helgina. Dískógallinn verður að sjálfsögðu tekinn með til atvinnu djammarans.
Þangað til næst Dagga.

Comments:
Það er aldeilis stríð í gangi.. Get ekki beðið hverju Drífa mun uppljóstra núna. Dagný mín þú veist nú vel að þú átt nú alveg nokkur gullkornin.. En bara svo þið vitið það þá finnst mér þið æði og textinn okkar á auðvitað heima á gullplötu.. Bara spurning hvort Drífa hafi eyðilagt hann. Hún söng nú fyrir þennan líka rosa fjölda á 17.júní... Hafið það rosa gott um helgina.. Rebba verður hjá mér...
Knús knús
Big syst..
 
Hæ.
Slysaðist inn á þessa síðu og er búin að hlægja mikið;) Ó já, ég man eftir þessum öskudegi....eitthvað "uppí sófa" í textanum......hvar er Sigga í dag?;) Hefur allavega ekki lagt söng og lagasmíð fyrir sig....

Held líka að ég hafi farið með á þessa blessuðu Leiknisæfingu!

Annars bara bestu kveðjur til ykkar allra.
Herborg
 
Og Herborg er mætt á Bloggið. Ussss..... gaman að því, þar sem þú hefur nú upplifað þessa vitleysu með okkur systrum, þar að að segja Dríbbu upp á sviði og Leiknisæfinguna ógurlegu...... en mig minnir nú að þið Drífa hafið einungis farið á æfinguna til að fá frítt í Bláa Lónið eftir æfingu.....alltaf að græða!
Hafðu það gott skvís. Dagný
 
vá, það er rétt!! hehehe..........við vorum snillingar og erum vonandi enn!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?