þriðjudagur, september 14, 2004

Karlinn á námskeið..

Já það eru heldur betur fréttir frá Århus. Þannig er nú mál með vexti að Viktor er búinn að vera að spá mikið í að fara í nám og þá helst eitthvað iðnnám. Hann kom svo heim í dag og tjáði mér að hann væri að fara að taka námskeið í gegnum vinnuna.. Jú jú mjög fínt tekur bara viku en hvernig námskeið Viktor minn.. Haldið ykkur nú, karlinn er að fara á keðjusaganámskeið....hehe.. Það er eins gott að halda honum góðum.. Spáið í því þegar hann mætir svo á klakann, sá á eftir að vaða í atvinnutilboðum... Viktor að gera gott mót í baunaveldi, nýtir að minnsta kosti tímann vel...
Kona keðjusagarans kveður í bili..
Hrabba

Comments:
Uss, þetta líst mér ekki á.... Þetta verður kannski í lagi í smátíma en miðað við hvernig hann lætur í svefni mæli ég ekki með að hann fái að taka verkfærið með sér heim....... Hrabba, ef hann kemur heim með hokký grímu vertu þá snögg að koma þér í burtu! Kveðja frá klakanum. Orri.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?