sunnudagur, september 12, 2004

Læstum okkur úti og fórum í karókípartý..

Já þetta er búin að vera viðburðarrík helgi. Fórum á körfuboltalandsleikinn á föstudaginn og horfðum á Ísland tapa. Súrt þar sem þeir byrjuðu alveg svakalega vel og virtust ætla að valta yfir Danina, komust í 26-10. Það er aðeins ein skýring á þessu tapi, Logi Gunnars var ekki með af sökum meiðsla en hann er búinn að læra alveg ótrúlegustu hluti af Döggu syst í Germany.. Ekki satt Dagný??? Á laugardaginn fórum við svo að horfa á Stulla og Robba spila á móti Silkeborg. Fyrir það fyrsta þá var einhenti hornamaðurinn meiddur og spilaði ekki þannig að ég var auðvitað mjög skúffuð. En þeir unnu þennan leik með 4 mörkum og fór Robbi hamförum með 12 mörk. Hann heldur áfram þar sem frá var horfið strákurinn.. Um kvöldið voru Robbi og Svala búin að bjóða heim í karókípartý. Mikið fjör og óhætt að segja að Svala hafi verið karókídrottning kvöldsins.. Viktoría Dís fór í næturpössun til Jan og Lene (fólksins sem ég bjó hjá 1995). Hún fór auðvitað á kostum þar. Ég má nú ekki gleyma að segja frá því að okkur tókst að læsa okkur úti í gær áður en við fórum í partýið og hélt ég að það væri aukalykill af húsinu út í íþróttaháskóla (búum í húsi sem þeir eiga). En því miður við fengum víst alla lyklana. Það voru samt einhverjir 10 lyklar auka sem enginn vissi að hverju þeir gengu. Vaktkonan sagði mér allavega að prófa þá meðan hún myndi finna númerið hjá lásasmiði. Líkurnar á því að það myndi einhver lykill passa að húsinu mínu voru hverfandi þar sem að hér eru endalust mörg herbergi á heimavistinni auk annarra herbergja.. En viti menn annar lykillinn sem ég prófaði var að húsinu mínu.. Þvílík heppni og sparaði okkur örugglega 10000 kall sem við hefðum þurft að borga lásasmiði á næturvakt..
Í dag fórum við svo í heimsókn til Kela og fjölskyldu í Vejle og náðum í leiðinni í 16 kíló af nautalundum (Keli er kjötkarl) þannig að við erum aldeilis tilbúinn til að fá fleiri gesti...
Best að fara að gera eitthvað að viti..
Hrabba

Comments:
takk fyrir síðast, þakka hrósið....snilldar partý! þú hefðir samt mátt taka fleiri lög...gerir það næst...óedrú:=)
annars er ég búin að setja inn nokkrar myndir á síðuna hjá mér..
sveil.blogspot.com

hilsen, sveil

ps.til lykke med sejren i dag!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?