fimmtudagur, september 09, 2004
Mamma og pabbi farin..
Já nú erum við orðin ein í kotinu aftur. Okkur verður örugglega farið að leiðast strax á morgun. Fengum reyndar skemmtilega gesti í kvöld. Matta, Matthildur, Stulli og Raggi Óskars kíktu á okkur í kvöld. Það verður svo líka nóg að gerast um helgina. Haldið ekki að Íslenska karlalandsliðið í körfubolta séu ekki að fara að keppa landsleik á móti Dönum á föstudaginn úti í garði hjá mér (eða bílastæði, 70m gangur).. Við eigum örugglega eftir að kíkja við og hver veit nema að við málum okkur í fánalitunum í framan... Svo á laugardaginn mætir Stulli einhenta hornamanninum í fyrsta leik sínum í deildinni.. Leikurinn sem ég og Viktor erum búin að bíða eftir í mánuð..
Annars ekki mikið að frétta.. Verð að fara að lúlla enda klukkan orðin rúmlega eitt...
Hilsen Hrabba
Annars ekki mikið að frétta.. Verð að fara að lúlla enda klukkan orðin rúmlega eitt...
Hilsen Hrabba