miðvikudagur, september 01, 2004

Mamma og pabbi komin í hús.. Kemur karlinn heim með nýtt tattú???

Ég og Viktoría vorum ekkert smá duglegar í dag.. Gerðum okkur lítið fyrir og keyrðum til Köben til að ná í gamla settið. Tók rúma 6 tíma en þau eru allavega komin í hús.. Gaman frá því að segja að gamli karlinn er komin á fornar slóðir en þegar hann var 17 ára gamall vann hann á varðskipinu Óðni og lönduðu þeir hér í Århus.. Auðvitað skellti karlinn nokkrum dropum af áfengi í sig og endaði túrinn með ósköpum.. Félagarnir höfðu dregið hann inn á tattústofu sem endaði með því að pabbi vaknaði með Stjána blá yfir öllum framhandleggnum og búið að tattúvera nafnið hennar mömmu (aðeins 17 ára, mjög öruggt) á hann og jú að auki: Skúli skál.. Pabbi fór fyrst úr síðerma bolum um þrítugt. Tók ekki nema 13 ár að sætta sig við skrautið á framhandleggnum. En núna er hann ákveðinn í að leita uppi tattústofuna og fá sér eitthvað nýtt. Eini tilgangurinn með ferðinni..
Annars stór dagur á morgun. Fáum nýja bílinn okkar sem við vorum að kaupa.. Keyptum Toyotu Corollu Verso, ekkert smá flottur og náði ég meira að segja að suða út DVD í bílinn. Engin smá drottningarbíll.. Hendi inn myndum fljótlega..
Þarf ekki að taka það fram að kakan mín var auðvitað geðveik. Bakaði púðursykursmarengs og setti á hann rjóma, fullt af jarðaberjum og bláberjum. Nammi namm..
Kveð í bili
Hrabba

Comments:
Síðan hvenær landa varðskip? Og ef þau gera það, hverju eru þau þá að landa? Einn forvitinn, kveðja Orri....
 
Hvada læti eru thetta.. Skipid var i slipp herra Orri. Thad var lengt um 7 metra og sett a thad bogskrufa og nytt astikk.. Einnig voru slingurbrettin stækkud um 15 cm til ad minnka velting skipsins.. Thar hefur thu thad herra Orri.. Hver skilur thetta????? Yfir og ut...
 
Það er gott að heyra;) En það var samt lítið landað..... Kveðja Orri gáfaði....
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?