miðvikudagur, september 22, 2004
Rebba snilli....
Ég gleymdi nú alveg að segja frá snillingnum henni Rebekku systir.. Hún var hérna um helgina og sá leikinn okkar á móti FCK... Rebekka er heimsmeistari í að spyrja fáránlegra spurninga og átti hún tvær rosalegar upp í stúku þar sem Viktor var svo heppinn að vera sessunautur.. Sú fyrsta: Hún benti á eineggja tvíbura sem eru í liðinu mínu og eru nákvæmlega alveg eins (meira að segja með nákvæmlega eins hár og hárlit) og spurði Viktor hvort þetta væru tvíburarnir??? Sú næsta sló svo öllu við þegar hún benti á Mariu (196 cm) og spurði hvort að þetta væri þessi stóra???? Og ekki nóg með það að spyrja svona fáránlega þá stóðum við í röð og vorum að hita upp markmanninn þegar hún spurði.. Gat ekki verið augljósara.. Ég næ henni upp að geirum...
Annars er búið að vera mjög rólegt hjá okkur. Stulli, Mötturnar tvær og Ásdís voru hjá okkur í gær og var spilað og tjattað langt frameftir.. Mjög huggó og kellan ótrúlega hress á skotæfingu í morgun kl. 8.. Það er svo fín helgi framundan.. Keppum við Dream teamið á laugardaginn og haldiði að Anja Andersen sé ekki búin að gefa út þá yfirlýsingu að hún sé ekki búin að spila með sitt besta lið í fyrstu tveimur leikjunum.. Það hlaut nú að vera einhver afsökun fyrir tapinu.. Á sunnudaginn verður svo matarklúbbur hjá okkur og verða nautalundir á boðstólnum... Stulli, Matthildur, Robbi, Svala og Raggi Óskars eru búin að lofa að mæta hress og kát þannig að þetta á eftir að verða fínasta kvöld..
Hrabban kveður í bili..
Annars er búið að vera mjög rólegt hjá okkur. Stulli, Mötturnar tvær og Ásdís voru hjá okkur í gær og var spilað og tjattað langt frameftir.. Mjög huggó og kellan ótrúlega hress á skotæfingu í morgun kl. 8.. Það er svo fín helgi framundan.. Keppum við Dream teamið á laugardaginn og haldiði að Anja Andersen sé ekki búin að gefa út þá yfirlýsingu að hún sé ekki búin að spila með sitt besta lið í fyrstu tveimur leikjunum.. Það hlaut nú að vera einhver afsökun fyrir tapinu.. Á sunnudaginn verður svo matarklúbbur hjá okkur og verða nautalundir á boðstólnum... Stulli, Matthildur, Robbi, Svala og Raggi Óskars eru búin að lofa að mæta hress og kát þannig að þetta á eftir að verða fínasta kvöld..
Hrabban kveður í bili..