sunnudagur, september 26, 2004

!!!Rising star!!!

Jæja þá er helgi haustsins búin! Þvílík snilld... Bústaðurinn með bekknum (bara stelpur enda er ég í Kvennaskólanum, standa undir nafn!) var geðveikur... Enda var þynkuskita dauðans kl.10 á laugardagsmorgni! Ekki alveg að standa mig... en á laugardaginn var síðan vinahópurinn með Sing-Star party heima hjá Valný.. geeeeðveikt mar!!!! Tapaði reyndar fyrir Tomma! =( en allavena þá er my personal best 7800 stig, svo systur reyniði að toppa það! Kom sjálfri mér mjög óvart. En hva bara allt að gerast þarna í Arhus, Vikkí komin í boltann! Hrabba það verður nú að senda krakkan í mark í smá tíma, ná þessari skræfu úr henni! Helduru að henni þætti ekki gaman að láta skjóta smá í sig, ég held það nú... Annað er það í fréttum hér í Austurberginu að pabbi bíður spenntur eftir úrslitum í golfmótinu sem hann var í dag,,, heldur að hann hafi unnið! En það besta við það er að það eru birgðir af snakki og kóki í verðlaun,, svo það má segja að fleiri séu spenntir! (",) Og segjum nú smá frá Daða, fékk samtal áðan það sem mér var sagt að tvær kviðsystur hans hefðu tekist á orðaskiptum um drenginn í nótt! Sjæsemó.. eins gott að hann lesi þetta ekki, verð afhausuð!!!
Jæja nóg af mér.... (p.s. Dagný þú sendir á mig ef þú skilur ekki eitthvað)

Comments:
helv....ertu að standa þig vel í blogginu :) gaman að heyra frettir af klakanum, Daði greinilega að gera góða hluti hehehe
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?