laugardagur, september 25, 2004

Tap á móti Leverkusen!

Daddarrra........mín mætt aftur á bloggið hress og kát að vanda. Það hefur annars lítið riðið á dagana hjá mér að undanförnu nema að ég var að keppa í kvöld á móti Leverkusen á útivelli og endaði sá leikur með tapi 30-27 (14-14), frekar súrt þar sem við vorum inn í leiknum allan tímann og gáfum okkur allar í þetta svo annað stigið hefði verið sanngjarnt en svona er þetta, þýðir lítið að væla yfir þessu.
En það var ákveðin snillingur......hún Miriam (kærasta Sylvíu Strass) sem átti loka orðið í leikslok....meine Gute, hún er svo fyndin. Sko eftir hvern leik þá eru þjálfarar beggja liða látnir svara einhverjum spurningum.... hvernig var leikurinn og bla bla bla en allaveg í lokin þá fékk Miriam mígrafóninn lánaðann hjá þulinum og lét þessi orð fylgja "þetta er alltaf sama vitleysan hér í þýskalandi, þvílíkur dómaraskandall og svo lét hún þau orð falla að Leverkusen hefði ekki unni án þess að fá hjálp frá dómurunum".....já eins og við þjóðverjarnir segjum MEINE GUTE!" En okkar stuðningsmenn voru ánægðir með hana og klöppuðu fyrir henni og okkur stelpunum fannst þetta að sjálfsögðu helvíti sniðugt.....múhahaaa!

Jæja úr handbolta í daglegt líf í sveitinn. Sveitungurnir Dagga og Gunni ætla nefnilega að bjóða körfubolta stráknum Loga Gunnars og frú í mat á morgun. Þá ætlar sjókokkurinn að grilla steik fyrir liðið og allt tilheyrandi með, svo ætlum við fjögur að fara til Frankfurt í bíó, svo þetta lítur allt út fyrir ágætis helgi hjá minni. Þetta verður svona síðasta kvöldmáltíðin þar sem við Gunnar Berg erum að fara að flytja.

Jú og svo er stefnan sett á að fjárfesta í tveimur miðum á Lionel Richie
tónleikana þann 10.okt. Je dúdda mía hvað við Gunnar eigum eftir að vera flott þar, ég var einmitt að mana karlinn til að safna í mottu til að vera svolítið í tagt við Lionel Richie........spurning hvernig það gengi hjá honum, hann hefði eiginlega þurft mánaðar fyrirvara þar sem vöxturinn er ekki sem hraðastur hjá honum.

Jæja þetta er ágætt í bili, þangað til næst Daggan.


Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?