fimmtudagur, september 30, 2004
Viktoría draumabarn..
Það er svo sem ekki mikið að gerast þessa dagana. Í morgun fór ég í foreldraviðtal í leikskólanum og gekk það eins og við var að búast.. Viktoría er auðvitað algjört draumabarn og gengur allt eins og í sögu.. Hún er komin með nýjan kærasta (einn í viðbót) en það er hann Mathias.. Fyrir á hún Galdur Mána í Köben og Oliver í Holstebro.. Hún er alvöru... Það styttist svo í næstu handboltaæfingu hjá prinsessunni.. Eins gott að hún fari að geta eitthvað svo ég geti farið að láta sjá mig með henni..;-) Viktor fer bara með henni þangað til... Nei nei Dagný mín eins gott að leiðrétta þetta strax. Ég skammast mín ekkert fyrir hana, hún er æði....
Við eigum svo leik á laugardaginn á móti Randers.. Það er lið sem er mjög jafnt okkur í styrkleika þannig að það er mjög mikilvægt að vinna þær.. Þrír næstu leikir á eftir verða svo mjög erfiðir og verður stór plús ef við náum stigum úr þeim leikjum.. Annars erum við búin að sýna það í undanförnum leikjum að við getum vel staðið í bestu liðunum..
Það verður svo gaman að sjá hver verður næsti þjálfari karlalandsliðsins.. Ég tippa á Geir Sveinsson... Vona það allavega innilega.. Endilega commentið á hvað þið haldið.. Tengdó gefur allavega Viggó sitt atkvæði.. Hann á alveg örugglega eftir að commenta..
Jæja úr ruglinu þar sem ég hef nú eiginlega ekkert að segja..
Hrabba
Comments:
<< Home
Titturinn er búinn að segja af sér. Þú mátt fara að fagna núna.. Nú kemst kallinn vonandi í náðina.. Ég er ekkert alltof sannfærð með Björnsvín.. hehe
Skrifa ummæli
<< Home