miðvikudagur, október 13, 2004

Bloggari dauðans again... Fyrir mömmu hennar Jónu..

Sorry, ég má bara ekki vera að því að skrifa, er að sinna gestunum.. Birti eina mjög góða eftir "BLOGGARANN"...

Kína Spa
Andrea dóttir mín var lengi búin að reyna að fá mig með sér í kínverskt spa, sem hún sá auglýst einhversstaðar fyrir lítinn pening.
Í sumar lét ég svo loksins undan og fór með henni. Hún var sjálf að fara í fyrsta sinn og vissi ekkert út á hvað þetta gekk.
Við mættum á staðin kl 11 á laugardagsmorgni, tilbúnar í slaginn með sitthvort handklæðið og sundföt.
Á hurðinni stóð "Kína heimur...velkomin og ganga inn......" Við komum inn á rauðmálaðan gang, úr loftinu héngu bréfdrekar af öllum stærðum og gerðum. Á veggjunum voru myndir af kínversku fólki með stráhatta á hausnum. Við vorum rétt komnar inn þegar lítil kínversk kona birtist út úr einhverju grænu hengi á veggnum. "Go da..." sagði hún og hneigði sig. "Já, góðan daginn" ...sagði ég og reyndi að vera extra hress "við eigum......."
"Usssss.....Spa...", sagði litla kínverska konan og benti mér á að hafa ekki hátt.
Ég beygði mig niður að henni og hálf hvíslaði: "við eigum pantað í spa kl 11.."
"Ja...spa...." sagði konan og brosti, benti okkur svo á að fylgja sér inn ganginn. Okkur var vísað inn í lítinn rauðmálaðan klefa, þar áttum við svo að afklæðast og fara í hvíta sloppa sem þar héngu. "Akkurat" sagði ég við Andreu.... "hver í andsk.... á að komast í þennan slopp??( Þessi ræfilssloppur hefði kannski...já kannski passað á 13 ára litla stelpu). Andrea fór að hlæja og reyndi að troða sér í sinn án árangurs. Við fleygðum fjand... sloppunum út í horn sármóðgaðar. Ég opnaði hurðina til þess að kalla á kínakonuna... og dauðbrá, fyrir utan stóð lítill pervisinn kínverji, nakinn að mestu nema með hvíta skýlu.. eða bleyju utan um sig miðjan. Ég skellti hurðinni og sagði við Andreu; "hvað í andsk... ertu búin að koma okkur í ??, það stendur alsber kínverji hér fyrir utan !!!"
Andrea ýtti mér frá og opnaði, kínverjinn stóð þarna enn,
"é..núdda...." sagði hann og brosti,..."heitir hann hvað ?? spurði ég....Núddi ????
"Þetta er nuddarinn !!" sagði Andrea og með það sama hneigir kallinn sig og bendir okkur á að koma með sér. Við tríttluðum á eftir honum með handklæðin utan um okkur. Andrea var fyrst á nuddbekkinn og ég átti að liggja á strámottu á gólfinu með hangandi pappírs-dreka yfir andlitinu á mér.
Mér fannst þetta ekkert fyndið, ég var að drepast í bakinu liggjandi á hörðu gólfinu og til að kóróna þetta allt var heit illalyktandi gufa farin að pústa út úr munninum á drekafíflinu.
Ég ákvað að fylgjast með nuddinu hennar Andreu, fyrst í stað leit þetta nokkuð eðlilega út, kínverjinn var að nudda á henni axlirnar. Ég lokaði augunum og reyndi að slappa af en þá byrjuðu lætin. Litli pervisni kínverjinn rak upp gól og áður en ég vissi var hann komin upp á bekkinn til Andreu og stökk um á bakinu á henni.
Guð minn góður... hvað ertu að gera???.... Kallaði ég....
"Adai adai adaaaaa...." sagði hann óþarflega æstur og benti á mig.
What????
Andrea er allt í lagi með þig? Hvíslaði ég.
"Jááááá.............." stundi hún og gaf mér merki með þumlinum að allt væri o.k.
Kínverjinn hoppaði á henni í 15 mínútur og þá átti hún að snúa sér á bakið. Hún afþakkaði nuddið að framan.
"Núdda núdda..." sagði sá kínverski og benti á mig.
"I dont think so".... sagði ég og reyndi að standa upp, oh, my god! ..... hart gólfið og strámottan höfðu ekki gert mér gott. Ég var að drepast í bakinu og með erfiðismunum náði ég að fara á fjórar fætur. Ég ætlaði svo að fikra mig upp úr þeirri stöðu og átti virkilega ekki von á því sem gerðist næst.
Kínverjinn sá sér leik á borði og eldsnökkt stökk hann upp á bakið á mér, .......nú var ég þarna á fjórum fótum með handklæði utan um mig og með nakinn kínverja á bakinu.
"Nu du labba og laka bak....." sagði kínverjinn
What?....
Mamma, þú átt að labba með hann þá lagast bakið, sagði Andrea.
Ég fann að ég var farin að svitna og helv.... lyktin úr gufudrekanum var að kæfa mig. Ég byrjaði að labba áfram með kínverjann á bakinu, hann hossaði sér í smástund og lagðist svo endilangur ofaná mig.
"Fljótaða....fljótaða...." sagði hann skipandi, ég reyndi eins og ég gat að fara hraðar en náði einhvern vegin engri ferð. Svitinn bogaði af mér og brjóstin á mér farin að dingla í allar áttir. Mér til mikillar furðu var bakið að skána, ég ætlaði að deila því með Andreu, lít upp á hana til að segja henni fréttirnar.....og þarna stóð hún í krampakasti af hlátri upp við einn vegginn.
Þá var mér nóg boðið, hverslags fíflagangur var þetta eiginlega, ég átti að vera í einhverju dekurspai en var á fjórum fótum með lafandi brjóst og kófsveitt með nakinn kínverja á bakinu. Ég þeytti karlinum af mér sem endasentist út í vegg, stóð upp og sagði Andreu að við skildum koma okkur út. Ég var öskureið þegar við komum inn í rauða klefann, ætlaði að fara að klæða mig þegar kínverska konan birtist og segir: "pot.. ja???? Pot ????....."
"Hvað er hún að segja " spurði ég og horfði reiðilega á Andreu, sem hlæjandi sagði "hún er að spyrja hvort við ætlum ekki í pottinn".
Nokkrum mínútum seinna sátum við í pottinum, sem var óvenju stór og djúpur. Þetta var alveg frábært og næstum því þess virði að hafa verið auðmýkt af nakta kínverjanum. Þá birtist sú kínverska aftur og hellir einhverju grænu gumsi út í pottinn. Við Andrea lítum á hvor aðra....þvílík piparmyntulykt, váááá........... ég horfi á skælbrosandi kerlinguna og segi : "sterk lykt..." og pata svona út í loftið.
"Ahhhhhh...." segir kerlingin og ýtir á rofa á veggnum
Það fór allt á fleigiferð í pottinum. Keringin hafði sett nuddið á. Ég hef nú oft verið í pottum með nuddi... en engum eins og þessum, þetta var eitthvað turbo dæmi. Áður en ég vissi og réði við var ég farin að snúast í hringi og þeytast um allan pottinn. Ofan á allt saman var farin að myndast græn froða í pottinum. Ég var komin á töluvert mikla ferð og dauðsveið í augun af piparmyntufroðunni sem varð alltaf meiri og meiri.
"Andrea !..." hvar var Andrea!?..... ég reyndi á hringferð minni um pottinn að fálma eftir henni sem var ansi erfitt út af gífurlegu magni af piparmynntufroðu og þeirri ofboðslegri ferð sem ég var komin á.
Ég var alveg að kafna og hélt að ég myndi deyja þarna í kínverska spainu þegar ég náði taki á pottbrúninni, ég læsti höndunum í brúnina og reyndi að blása frá mér froðunni svo ég gæti andað. Ég var ekki búin að hanga lengi á brúninni þegar eitthvað lendir á mér..... Andrea! Ég, á einhvern ótrúlegan hátt, næ að fanga hana með fótunum og draga hana að mér. Hún leit út eins og grænn froðu froskur....., hlæjandi og hóstandi náði hún taki á brúninni. Nú var sko fokið í mig, andsk.... sjálfur, hvað var að þessu kínverska fólki, var það að reyna að drepa okkur????
Ég öskraði eins hátt og ég gat; "Slökkvið á nuddinu!!!!!!!!!
Slökkvið á helv..... nuddinu!!!!!!!!!!"

Einhver slökkti á nuddinu, ég sá ekki hver það var út af froðunni sem var orðin 1,5 metrar á hæð yfir vatnsborðinu, en ég heirði í þeirri kínversku sem öskraði á móti : "Usssss.......SPA!!!!!!!!"

Við vorum rétt að jafna okkur og í einhverri taugaveiklun fórum við að hlæja....
"Tata tapa..." kallar kínverska konan. Ég lít upp og þar stendur kerlingin með reiðisvip í allt of litlum sundbol með froskalappir á fótunum. Ég hafði aldrei séð annað eins.... ég horfði á Andreu sem sprakk úr hlátri . Kerlingin sagði eitthvað á kínversku, stakk sér á bólakaf ofaní pottinn til okkar og hvarf.
Við skriðum upp úr og Andrea emjaði af hlátri, ég horfði ofaná grænu froðuna í pottinum og beið eftir að kerlingin poppaði upp.
Við biðum í heila mínútu án þess að sjá hana aftur.

Við flýttum okkur inn í klefann og klæddum okkur eins hratt og við gátum.
Það voru dauðuppgefnar mæðgur sem hlupu út af kínaspastaðnum án þess að borga þennan viðburðaríka laugardag.

Kveðja
Hrabba

Comments:
Hrebbs.. ..
Þú ert nú bara að grínast með þessa kellu.. .. hún er snilld.. .. hvar grefur þú þetta upp.. .. þetta er svona saga sem að gæti komið fyrir tvíbbana :o)
Kv.
Bryn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?