sunnudagur, október 31, 2004

Bölvuð læti í frúnni upp!!!!

Ja hérna hér, Viktor bara kominn með aðra tánna á bekkinn í Arhus. En ástandi er ekki bara slæmt í Arhus......því hér í Kronau hjá Gunnari mínum er um alvöru ástand að ræða. Já ég skal sko segja ykkur það...... hér á bæ er ekki svefnfriður fyrir látunum í fólkinu uppi....haldiði að þetta sé eðlilegt? Kellan stynur bara eins og stunginn grís alla nóttina. Gunnar var búinn að segja mér frá þessu en ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt. Það var farið að fara um mína og á endanum ræddi ég það við Gunnar að við þurfum bara að tala við húsvörðinn þetta er náttúrlega ekki hægt eða bara að skrifa eitt "huggulegt" bréf til fólksins á okkar góðri þýsku, kæmi örugglega skondið út....Jesús minn, ég roðna við tilhugsunina.... ef þetta er ekki ástand hvað er þá ástand....usss susss!!!!
En svo við vindun okkur í önnur mál þá var kellan að spila í gær á móti Elfu og Co í Mainzlar og urðum við að játa okkur sigraða á útivelli. Ég ætla að segja sem minnst um þennan leik, því ekki var þetta okkar dagur. En Johnny á hrós skilið fyrir góðan leik, kellan var að smyrjan hægri vinstri og á eitt stórt klapp á bakið skilið frá Döggu einkaþjálfa.
Annars er bara allt það fína að frétta, það er rauður dagur á Mánudaginn og því frí á æfingu hjá mér, svo ég get verið hjá Gunnari mínum fram á Þriðjudag og ætlum við að skjótast til Stuttgart í dag og skoða okkur um og fá okkur eitthvað gott í gogginn.
Hef þetta gott í bili
Kveðja Daggan

Comments:
hehehe við eigum við svipað vandamál að stríða nema hvað fólkið á eftri hæðinni hjá okkur er um 70 -75 ára og því vill maður helst ekki vita af því. Þetta gerist reyndar ekki nema cirka 3 í mánuði en kallinn er ótrúlega hávær :)

eibba
 
HAHAHAHA! Þetta er sko ástand! EN akkuru hefniði ykkar ekki bara?! Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn! Láttu nú ljós þitt skína kona góð;o) hehe
kv.Bjarney
 
ég lenti nú bara í þessu á Eggertsgötunni.... og fyrir utan stunurnar þá ískraði líka í rúmminu hjá fólkinu!!
 
ég er orðinn spenntur!
kannski að maður sé að verða afi aftur fyrst að þetta þarf til Gunnar.
Pabbi
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?