mánudagur, október 11, 2004

Brjálað að gera í myndasíðunni..

Við hjónin, aðallega Viktor, erum búin að vera rosalega dugleg og skrifa undir helling af myndum inná myndasíðunni okkar þannig að núna er miklu skemmtilegra að skoða.. Ég minni svo enn og aftur á gestabókina...

Annars erum við búin að hafa það rosa gott í dag, nema Jóhanna greyið hún er búin að vera með tannpínu síðan hún kom.. Ég ætla að reyna að redda henni til tannlæknis á morgun.. Við borðuðum Burritos og Nachos í kvöldmat og kom Matta einnig til okkar.. Kellan skellti svo einnig í eina Bountyköku og varð ekki óvinsælli fyrir vikið.. (Nú slefar Orri á skjáinn sinn, hann rústar Bountykökukeppninni.. Já Orri minn það hefur engin náð að borða eins mikið og þú..) Svo var spilað frameftir og erum við hjónin að verða ósigrandi í Stikord spilinu.. Skori á okkur hver sem vill...

Svona að lokum þá vil ég benda á að þeir sem lesa ekki commentin þá verðið þið að gera það, sérstaklega undir dánarfregnum pása.. Tengdaforeldrar mínir fara á kostum.. Við grétum úr hlátri hérna í sófanum yfir þessu öllu saman.. Tjékk it át..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Abbababababa!!! Heyrðu mín góða,, ég man nú ekki betur en að ég og Tommi tókum ykkur í Stikord í Holstebro fyrir ári síðan!!! En annars var ég alltaf að leita að þessu spili þegar ég var í Köben,, gekk ekki vel!! Núna er ég dottin öll æur æfingu og þið farin að læra inn á orðin.. Svo þetta verður ekki tekið aftur í bráð!!!
Hanna
 
Alveg róleg með yfirlýsingarnar.. Þið unnuð nú bara einn leik og það var nú ekki eini leikurinn sem við spiluðum.. Ég sagði líka að við værum að verða ósigrandi..
 
Slefa!!!!! Ég geri nú gott betur en það, er byrjaður að narta í mynd af kökunni sem ég fann á netinu og prentaði út...
Hilsen Orri.....
 
Verði þér að góðu Orri minn..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?