laugardagur, október 09, 2004

Eðlilegt????

Já maður spyr sig hvort að það sé eðlilegt að maður lesi um andlát fjölskyldumeðlims á netinu. Það er ekkert verið að splæsa einu símtali á mann og láta mann vita um sorgarfréttirnar.. Maður er bara búin að vera í sjokki yfir fréttunum og Hanna mín ég skil nú ekkert í því að þú skulir ekki vera búin að fá áfallahjálp eftir þessa hræðilegu aðkomu.. Snökt snökt.. Megi minnig Pása lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð... (hahahaha) Það er allavega loksins komin næturfriður á heimilinu..

En úr sorginni.. Viktoría fór á handboltaæfingu í dag og ekkert smá sátt að vera með Rebekku og Jóhönnu með sér.. Jóhanna greyið fékk síðan það hlutverk að vera hesturinn hennar Viktoríu og hélt ég að hún myndi andast úr hlátri. Var í einhverju bandi hlaupandi um allt með Viktoríu í eftirdragi.. Var að setja inn myndir frá æfingunni þannig að endilega að skella sér á myndasíðuna.. Og gerið mér nú smá greiða og kvittið fyrir ykkur eða commentið, fólk er ekki alveg að standa sig í þessu..

Jæja verð að sinna gestunum mínum.. Skrifa kannski nokkrar línur á morgun..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Ég vil votta samúð mína vegna Pása litla...finnst samt voða leiðinlegt að finna alla kaldhæðnina hérna á blogginu :(
Ég mun kveikja á kerti honum til heiðurs í kvöld og hvet ég aðra að gera slíkt hið sama.

kveðja frá Dussel
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?