laugardagur, október 30, 2004
Á fullu að skipuleggja diskódjamm ársins....
Jú jú það styttist óðum í diskódjammið mikla og sitjum við Matta hérna sveittar við skipulagið.. Ég get alveg sagt ykkur það að þetta verður bara skemmtilegt.. Erum að búa til dagskrá og það verður sko nóg að gerast.. Hápunktur kvöldsins verður án efa að miðnætti þegar diskódrottning og diskókóngur kvöldsins verða valin og verður krýningin með glæsilegu sniði.. (Matthildur mín þú átt eftir að gleyma því að þú hafir nokkurn tíman tekið þátt í Ungfrú Ísland eftir þetta).. Svala keppnismanneskja á eflaust eftir að koma sterk inn (setja smá pressu á kerlinguna). Harpa Vífils á örugglega líka eftir að taka þessu mjög alvarlega enda stúlkukindin að leggja á sig langt ferðalag til að mæta.. Búið er að ákveða mat og verður það mexíkanskur matur (surprice, surprice).. Smökkuðum í kvöld og nammi nammi namm.. Það verður svo keypt aukadóterí eins og snarl o.fl... Þetta mun kosta á bilinu 150-200kr danskar.. Fer svolítið eftir hversu margir koma... En við Matta mín lofum rosa fjöri....
Stuðkveðjur
Hrabba og Matta
Stuðkveðjur
Hrabba og Matta
Comments:
<< Home
Hrabba Hrabba......
Þú ert nú aaaalveg að gleyma mér.... bara svo þú vitir það þá ÆTLUM við Daddi að vinna þetta!
Kveðja Tinna
Þú ert nú aaaalveg að gleyma mér.... bara svo þú vitir það þá ÆTLUM við Daddi að vinna þetta!
Kveðja Tinna
Shit hvernig gat ég klikkað á keppnismanneskju dauðans.. Efast ekki um að þið eigið eftir að koma mjög sterk inn.. Sorry Tinna mín..
Skrifa ummæli
<< Home