sunnudagur, október 03, 2004
Guð blessi þig, Nína!!!!!
Oh my god.. Var að ljúka við að baka snúðana hennar Nínu. Þeir eru rosalegir.. Sitjum hérna familian og Matta og gúffum í okkur.. Fyrir þá sem ekki hafa lesið síðuna hennar Nínu þá leyfi ég mér að birta uppskriftina hérna á síðunni okkar líka. Nína darling var líka svo yndisleg að þýða uppskriftina fyrir mig á íslensku.
En góðir lesendur.. Geymiði þessa....
Cinnabonsnúðar Nínu
Snúðadeig:
235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger
Fylling í snúðana:
220 g púðursykur
15 g kanill
75 g smjör
Kremið:
85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
190 g flórsykur
3 ml vanilludropar
0.8 g salt
--------------------------------------------------------------------------------
Svona skal gera:
Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum.
Láta deigið svo hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð, það tekur ca 40 mín eða svo. Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferhyrning. Hann er ca 50 cm X 40 cm eða svo. Breiða svo yfir og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.
Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið. Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir(!) og best er að skilja eftir smá rönd þar sem maður hættir að rúlla deginu til að líma endann fastan. (Með smjöri eða olíu)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu (á bökunarpappír) því kanilsykurinn bráðnar út um allt! og breiða yfir og leifa þeim að hefast í 30 mín í viðbót. (Trúið mér það er þess virði!)
Skella snúðunum svo í ofninn og baka þar til þeir eru gullinbrúnir. Það tekur svona 10-15 mín. (Passa að hafa þá alls ekki of lengi)
Á meðan þeir eru að bakast búa til kremið ofan á þá. Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel.
Skella svo kreminu á á meðan þeir eru heitir svo það bráðni og borða með bestu lyst!
Ummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm! :Þ
Þeir urðu reyndar miklu fleiri en 12 hjá mér..
Koma svo......
Hrabba
En góðir lesendur.. Geymiði þessa....
Cinnabonsnúðar Nínu
Snúðadeig:
235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger
Fylling í snúðana:
220 g púðursykur
15 g kanill
75 g smjör
Kremið:
85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
190 g flórsykur
3 ml vanilludropar
0.8 g salt
--------------------------------------------------------------------------------
Svona skal gera:
Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum.
Láta deigið svo hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð, það tekur ca 40 mín eða svo. Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferhyrning. Hann er ca 50 cm X 40 cm eða svo. Breiða svo yfir og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.
Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið. Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir(!) og best er að skilja eftir smá rönd þar sem maður hættir að rúlla deginu til að líma endann fastan. (Með smjöri eða olíu)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu (á bökunarpappír) því kanilsykurinn bráðnar út um allt! og breiða yfir og leifa þeim að hefast í 30 mín í viðbót. (Trúið mér það er þess virði!)
Skella snúðunum svo í ofninn og baka þar til þeir eru gullinbrúnir. Það tekur svona 10-15 mín. (Passa að hafa þá alls ekki of lengi)
Á meðan þeir eru að bakast búa til kremið ofan á þá. Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel.
Skella svo kreminu á á meðan þeir eru heitir svo það bráðni og borða með bestu lyst!
Ummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm! :Þ
Þeir urðu reyndar miklu fleiri en 12 hjá mér..
Koma svo......
Hrabba