fimmtudagur, október 07, 2004

I'm back in the Game!!!

Jæja þá er Daggan mætt aftur til leiks, það er búið að vera svo mikið að gera hjá minni að ég hef ekki komist í tölvuna í langan tíma. Nú er mín stödd í Weibern ásamt meðleigjanda mínum Johnny Magg og erum við báðar kjaftstopp eftir skrif systra minna hér á blogginu......Jesús minn! Það helsta í fréttum eru bara einhver bölvuð hrossatippi, fyrir viðkvæmar sálir þá vil ég biðjast afsökuna fyrir hönd systra minna á dónalegum skrifum......en nóg með það.
Annars er kellan búin að vera á fullu undanfarna daga, ég var að koma karlinum mínum fyrir í Kronau með hjálp frá Óskari Haralds og Venna..... voða gaman að fá þá félaga í heimsókn eins og alltaf!
Af handboltanum er það að frétta að við töpuðum síðustu tveimur leikjum, leiknum í gær kannski full stórt. En það er mikilvægur leikur á laugardaginn, heimaleikur á móti Dortmund.
Þangað til næst Dagga


Comments:
hey vóóó,,, take a chill pill Dagga mín!! Það eru bara ekki allir eins, sumir eru skrítnari en aðrir eins og við Hrabba! Getum ekkert að þessu gert held ég! =)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?