mánudagur, október 25, 2004

Jæja þá getur pabbi farið að brosa aftur..

Þá eru kellurnar komnar heim frá Hollandi. Fínasta ferð hjá okkur en svolítið erfitt að keyra heim í gær.. Lagði af stað frá Rotterdam rúmlega 11 í gærmorgun og kom ekki til Århus fyrr en rúmlega 22 þannig að þetta varð þokkalega löng ferð þökk sé vegakerfinu í Hollandi og Þýskalandi.. Fer ekki nánar út í það, pirr pirr... Svo til að toppa ferðina þá kom til mín maður á bensínstöð í Hamborg og bað um að fá að sitja í til Flensborgar (sá að ég var með danskt númer og var pottþétt að fara í gegnum Flensborg).. Einmitt... Hann var í síðri leðurkápu með fullt af einhverjum keðjum hangandi á sér.. Ég hefði bara ekkert verið hrædd með einhvern þýskan nýnasista í bílnum hjá mér.. Sagði bara no og sorry og hljóp út í bíl.
En annars gerðist nú ekkert margt frásögu færandi í ferðinni nema kannski að við múnuðum á landsliðsþjálfarann.. Hann átti afmæli og við vorum svo sniðugar og skrifuðum Til hamingju á rasskinnarnar á okkur og múnuðum á hann.. haha.. Það þurfti 12 rasskinnar, sem sagt 6 rassa, þið getið svo bara getið ykkur til um hvaða rassar það voru... Rassarnir fóru svo misvel í mannskapinn á svæðinu (gerðum þetta í höllinni fyrir æfingu) því að hollenskur áhorfandi hrundi niður tröppurnar skömmu síðar og efri vörin á honum rifnaði í tvennt alveg upp í nef.. Mjög óhugguleg sjón það... Greyið maðurinn greindist svo með æxli í hausnum tveim dögum síðar..
Svo stóðu óreglusystur mínar undir væntingum og brugðu sér á djammið síðustu nóttina. Ótrúlegt en satt þá náðu þær að "draga" Gunni með sér og Evu Hlöðvers.. Þetta var víst alveg rosa djamm hjá þeim og systurnar voru búnar að lofa að skrifa eitthvað smá um herlegheitinn.. Þær voru svo bara enn fullar þegar við lögðum af stað um morguninn..
Viktor og Viktoría komu svo heim frá Íslandi í dag.. Æðislegt að fá þau tilbaka.. Er búin að sakna þeirra svo mikið..
En jæja sendi tuðruna yfir í óregluna... Og að lokum vil ég óska Rebbu litlu syst til lukku með daginn.. Litla krúttið 16 í dag....
Kveðja
Hrabba

Comments:
LOKSINS! Ég var komin með fráhvarfseinkenni frá ykkur! Velkomnar aftur;o)
Ykkar uppáhalds Bjarney :þ
 
tid hafid nú kannski bara bjargad manninum med æxlid med mooninu!.....ef tad er á byrjunarstigi teas....hefdi kannski aldrei uppgøtvad ad tad væri tarna annars!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?