föstudagur, október 15, 2004

Komin til hennar Eibbu minnar.. Hefði getað hösslað á autobananum..

Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig enda tók ferðin 8 tíma í stað 6.. Ástæðan... jú vinir mínir þjóðverjar ákváðu að gera við autobanann á tveimur stöðum í dag sem þýddi 40 mín stopp í fyrra skiptið og 30 mín í seinni.. Og svo kórónaði ég ferðina með því að gleyma að beygja í restina og kom inn í stórborgina á vitlausum stað. Greyin Alex og Eivor þurftu svo að fara að leita af kellunni út um allt.. En ég fannst sem betur fer og er komin í hús heil á húfi..
En að hösslinu.. Í miðri teppu á autobananum byrjaði þessi líka ómyndargaur að blikka mig á fullu í bílnum við hliðina.. Hann var búinn að skrúfa niður og troða hausnum út um gluggan og æstist í blikkinu (Brynja hann var svipaður og Króatíugaurinn á sínum tíma).. Ég reyndi nú að vera ekkert mikið við hliðina á honum en svo sem lítið hægt að ráða því í svona teppu.. En ég hélt svo að ég væri laus við hann þegar ég leit óvart til hliðar og sá þá gaurinn með gemsann sinn út um gluggann að taka myndir af mér.. Já það þarf nú ekki mikið til að vekja athygli.. herpes sýkingu í andlitið og Hummelbol með mynd af býflugu á og málið er dautt...

Í kvöld ætlum við að elda rosa góðan mat og aldrei að vita nema að við hendum í eina snúðauppskrift.. Á morgun kíkjum við á leikinn hjá Dæggu, Jónu og co í Weibern.. Við förum svo á mánudaginn til Hollands á limmunni minni.. Það á eitthvað eftir að rífast um aftursætin..

Jæja hef þetta nóg í bili...

Kveðja
Hrabba

Comments:
Gott að þú ert komin ezkan. Ég vildi að ég væri hjá ykkur, en passa húsið vel og vandlega!
Knús
 
O mæ goooooooooooot Hrafnhildur - ég grenjaði úr hlátri þegar ég las þetta :o) :o) það toppar enginn Króatíu gæjann "you are very hmmmmmmmmm og svo handahreyfingar og læti" knúsaði kellu og Lúkas.. .. bið svo að heilsa genginu í Hollandi
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?