fimmtudagur, október 14, 2004

Lionel Ritche klikkar ekki!

Daggan er enn þá á lífi eftir fína helgi. Já ég skal sko segja ykkur það, fín var helgin.....heyr heyr, fyrir utan tapið á móti Dortmund á laugardaginn. En eftir leikinn var skellt sér á Kránna Sowieso, sjóðheitur bar eða þannig. Jesús minn, en kellan þraukaði þar til hálf sex svo þetta var ekki svo slæmt en svo var rifið sig á fætur þremur tímum seinna og brunað til skrítna karlsins í Kronau. Þaðan var haldið í barna æfmæli hjá syni Robba Sighvats og svo á tónleika með Lionel Ritche......uss susss...... óhætt að segja að þessir tónleikar stóðu fyrir sínu. Karlinn er bara flottur, reyndar er Óskar Haralds ekki alveg sammála mér í því, hann hélt því fram að hann liti út eins og krumpuð rúsína.....svona segir maður ekki um Lionel. En ég veit ekki hvað er með mig en ég var alveg að tapa mér úr gleði á tónleiknum og nagaði ég mig í naglaböndin fyrir að hafa ekki keypt rósabunt handa karlinum......en það var nefnilega ósjaldan sem kellurnar létur blómin svífa til hans og komust fyrir vikið á breiðtjaldið stóra sem hékk upp á sviði.... man það næst. En annars hringdi Guðrún Drífa vinkona í mig eftir tónleikana, ég var enn þá í sæluvímu eftir þetta allt saman og hún hafði mestar áhyggjur af stelpunni. Hún heldur því fram að ég sé eitthvað að klikkast hérna úti.....það er kannski eitthvað til í því hjá henni!

Annars er vikan bara búin að vera ansi róleg, við Jóna höfum það bara fínt allan daginn og dúllum okkur eitthvað saman fram að æfingu......en í dag á aðeins að snúast í kringum kelluna, jú jú það er kannski komin tími á kelluna í strípur, svo við ætlum að henta okkur á eina vel valda stofu.....þetta er meira í svona gamni gert, því útkoman á örugglega bara eftir að vera skrautlega.......því þetta hallærispakk hérna í Þýskalandi kann ekkert á þetta.

En svo fer að styttast í að Hrabba komi til okkar, hún mun koma á leikinn okkar á laugardaginn með Eivor og Lúkas....Jóna er þegar orðin stressuð fyrir baksturinn.

Læt þetta gott heita í bili. Kveðja Degs!

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?