þriðjudagur, október 12, 2004

Mamma farin að velta þessu fyrir sér...

Ég er ekki sátt við þessa kaldhæðni í garð Pása.. En það er allavena eitthvað af fólki í kringum mig sem tekur þessu illa!! Mamma viðurkenndi það fyrir okkur í fyrradag, sú yfirlýsing vakti mikla lukku hjá Daða.. Hann var ekki lengi að segja: "Viiiiltuuuuu hætta gamla"
Mamma tjáði okkur það líka að hún hefði hugsað töluvert út í þetta og hélt jafnvel að hann Pási okkar hefði framið sjálfsmorð. Júúú,, því venjan er að fuglar detta niður á botnin þegar þeir andast en í pása tilfelli var hausinn fastur milli rimlanna. Svo það má alveg viðurkennast að það er soldið til í þessu hjá kellu,, en höldum okkur samt við það að hann hafi dáið úr elli!! Smekklegra og sonna...
Gleymdi alltaf að spyrja þig Hrabba,, hvað sagði Vikkí pikkí við þessu fregnum????
Jæja frá Pása í allt annað..
Helgin var fín hér í Reykjavík, ég var í afleysingum fyrir mubbluna á Hverfis,, þetta er bara ágætis starf Drífa sem þú settir mig í.. Meiri segja Skúli vinur þinn er kominn aftur (hann var víst bara í aðgerð, eða svo sagði Rakel mér)
Daði var líka á staðnum.. svo að systkinadansinn var tekinn með stæl! =)
... En jæja það styttist í afmælið mitt sem N.B. er á morgun.. en ég finn það á mér að það er e-ð lengra í póstsendingar frá ykkur úllunum!! Hmmm.. ekki gott mál!!!
En jæja ég fer að hætta..
Hanna

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?