sunnudagur, október 31, 2004

Margt búið að gerast síðasta sólarhringinn...

Byrjaði allt með því að ég mætti út í íþróttahús í gær þar sem við vorum að fara að keppa.. Þá spyr mig ein í liðinu hvort að ég sé ekki til í að koma út að borða og á tónleika á eftir um kvöldið (gærkvöldi). Ég vildi nú ekki vera félagsskítur og sagði auðvitað já, hún rosa kát og hleypur fram og hringir í vinkonu sína til að redda miða fyrir mig.. Ég hélt auðvitað að allt liðið væri að fara og spyr hana hvort að svo sé ekki en úps nei nei bara við tvær segir hún.. Hvað var ég búin að koma mér í.. Við erum að tala um þvílíkt steikta manneskju og þekktasta BÆJARANN í bænum.. Svo þegar ég sagði Viktori þessa vitleysu þá sagði hann: Hrabba mín þú gerir þér grein fyrir að þetta er nú bara eins og ég sé að senda þig í bæinn eina með þjálfaranum.. hehe... En þetta blessaðist allt að lokum því að á endanum enduðum við á því að fara 5 út. Viktor líka, ein stelpa úr liðinu og kærastinn hennar sem b.t.w. drap okkur öll.. Hann var svo fullur að hann sagði sömu 3 setningarnar allt kvöldið, ekkert smá þreytandi.. En að tónleikunum þá átti þetta að vera rosa flott 14 manna band sem spilaði swing tónlist. En sú varð ekki raunin því þetta reyndist vera hip hop band.. Brynja mín það vantaði bara þig.. En ekki það að þetta var svo sem alveg ágætis band og flott að sjá svona marga á sviðinu (voru mest 12 í einu).. En þetta er ekkert smá eins eitthvað og við kláruðum ekki tónleikana og fórum heim til einnar í liðinu og sátum þar og tjöttuðum.. Mjög huggó.
En að leiknum. Töpuðum einum mikilvægasta leik vetrarins á móti liði sem við urðum að vinna. Ég fékk nú ekki mikið annað en flís í rassinn úr þessum leik, kom bara inn í einhverjar 5 mín í hægra bakk.. Rosa gaman sérstaklega þar sem hitt liðið spilaði upp á að hleypa hægra horninu okkar inn. Frekar fúlt þar sem skyttan okkar var ekki að gera neina hluti. En það var nú ekki ég sem var svekktust yfir þessu því hann Viktor minn var brjálaður.. Var nánast byrjaður að skamma mig fyrir að ég fengi ekki að spila.. Við borðum alltaf með sponsonum og helstu stuðningsmönnum eftir leiki og ég fékk mér auðvitað smá í gogginn en Viktor gat ekki hugsað sér að fara þangað inn því hann vildi ekki tala við neinn (ég er að segja ykkur að ástandið var slæmt á kauða).. Hann bíður því bara í frammi á meðan ég fer inn en haldiði að þjálfarinn hafi ekki komið til hans og farið að ræða leikinn við hann (það er reyndar mjög gott að tala við hann). Viktor lét nú bara allt flakka en auðvitað í góðu og ég get nú sagt ykkur það að þetta endaði allt með því að þjálfarinn kom til mín alveg í rusli og bað mig afsökunar á því að hafa ekki notað mig meira hahahaha... Mjög eðlilegt.. Já hvar væri maður án Viktors.. Það verður gaman að sjá hvernig fer í næsta leik... Ég er ennþá pollróleg yfir þessu öllu saman..
Kveðja frá varamanninum
Hrebs

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?