mánudagur, október 04, 2004

Not looking good...

Þetta er að verða rosalegt.. Það stefnir allt í að mér verði rúllað út úr flugvélinni þegar ég kem heim um jólin.. Við buðum Mariu (stóru stelpunni) í mat áðan.. Gerðum Stones pizzu og Draum Ingu Fríðu í eftirrétt.. Borðuðum ekkert smá mikið og steinlágum í sófunum á eftir (Maria þvílíkt sátt við matinn).. Draumur Ingu Fríðu verður næsta uppskrift sem ég birti á síðunni.. Bíðiði bara.. Verð að gefa fólki smá séns að baka snúðana fyrst áður en ég birti næstu uppskrift.. Ég geri fastlega ráð fyrir að Jóna Margrét nýti sér allar uppskriftirnar.. Jóna mín ég vil fá að vita hvernig til tekst.. Verð nú líka að segja að ég verð mjög skúffuð ef Inga Fríða prófar ekki snúðana (hún er eflaust búin)... Stones pizzan verður svo kannski gefin upp en ég þarf að ráðfæra mig við hann Steina minn.. Málið er að maður þarf helst að fara í verklega kennslu til hans áður en maður ræðst í verkið sjálf/ur..
Jæja nóg um mat.. Drífa eins stór FIMMA frá big syst.. Go girl, þú hlýtur að geta komið FIMMU MENNINGUNNI á í Berlín.. Vá hvað ég myndi gera í því að gefa öllum FIMMU, alltaf...... (Þýðing fyrir tengdó sem skilur ekki alltaf hvað við erum að tala um: FIMMA=>gefa five með lófunum, sést oft í handboltaleikjum.)
Hilsen
Hrabba

Comments:
Ég vil þakka þér tengdadóttir fyrir skýringuna á "give me five", ekki veitir af. Með því að skoða þessa slóð geturðu t.d. séð hvernig ég ímyndaði mér að þetta væri: http://www.multimediapalace.com/flash/freaky/give-me-five.htm
Jómmi
 
Nína kom í mat um helgina og með snúðana, en ég tek á því um helgina Hrabba mín, en ég er allavega búin að smakka þá, þvílík snill mmmmmmmmm
Kveðja Inga Fríða
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?