fimmtudagur, október 14, 2004
Og enn ein...
Sorry en ég hef engan tíma í að bulla þannig að ég birti enn eina snilldarsöguna eftir "bloggarann".. Þessi er æði..
Er ég blind???????
....Nei, ég er ekki blind, en stundum tek ég upp á skrítnum hlutum eins og til dæmis á föstudaginn þegar ég var búin að vinna.....mamma hafði komið til mín í vinnuna til að skila plast-geisla sverðinu sem Þorsteinn sonur minn (5ára) hafði gleymt heima hjá henni kvöldinu áður. Þetta er svona hvítt plast sverð, en samt eins og stafur í laginu...
Ég var sem sagt að fara úr vinnunni í ansi góðu skapi, þarf að ganga niður 3 hæðir, (nema þegar ég er sérstaklega löt þá tek ég lyftuna)
Ég lokaði hurðinni að vinnunni minni sveiflandi sverðinu og byrjaði að ganga niður stigann og í einhverjum andsk... fíflagangi fór eg að leika blinda manneskju, rétti aðra höndina fram með geislasverðinu góða og þóttist vera að fikra mig niður stigann, ég átti ekki von á því að nokkur myndi sjá mig svona enda heyrir maður alveg ef einhver annar er að labba stigaganginn....eða hvað ???
Ég hef heyrn eins og fálki....en eitthvað klikkaði illilega hjá mér og heyrn minni þarna. Ég var svo niðursokkin í blindraleik mínum að ég tók ekki eftir konu og unglingsstúlku sem mættu mér í stiganum, og þar sem ég er að fikra mig niður með sverðinu sé ég að konan gefur unglingsstúlkunni fast olnboga skot og gefur henni eitthvað merki.
Hvað átti ég að gera ? átti eg að láta sem ekkert væri og spretta niður stigann..... eða átti ég að halda upptekknum hætti og leika blindu manneskjuna fram hjá þeim ???
Auðvitað hefði ég átt að brosa framan í þær og segja eitthvað á þessa leið : "æ. fyrirgefið þið, ég er að ath. hvort það sé óhætt að hleypa blindri vinnkonu minni hér niður"...bla...bla...bla.... en nei, hvað gerir vitlaus 42 ára gömul kona eins og ég ???.... nú ég held áfram að fikra mig niður með sverðinu og vona bara í lengstu lög að þær verði fljótar framhjá mér.
Þegar ég er rétt að komast framhjá þeim finn ég mér til mikkillar skelfingar að tekið er þéttingsfast undir hendurnar á mér....já ég sagði hendur.
Þær tóku sér stöðu sitthvoru megin við mig og sú eldri sagði "Við skulum fylgja þér niður"
Oh... my... god....svo hófst leikurinn, "trappa"..."trappa"..."trappa"...þetta þuldu þær alla leiðina niður þessar 3 hæðir.
Þegar við komum niður þakkaði ég þeim fyrir og staulaðist af stað veifandi geislasverðinu í allar áttir ( reyndi eftir fremsta megni að leika þetta vel) eitthvað fannst þeim ég vera klaufsk og áður en ég vissi var sú eldri komin að mér aftur og heimtaði að leiða mig alla leiðina út á götu, ég reyndi að afþakka en hún bara var þrjóskari en andskotinn og gaf sig ekki, hún opnaði millihurðina (það eru sko tvær hurðir til að komast út) og þegar við vorum komnar að aðal-útidyrahurðinni mæti ég afgreiðslustráknum í verslunn sem er á neðstu hæðinni, hann horfði á mig með undrunnarsvip , heilsaði og spurði hvað væri að mér. Þá snéri sú sem var að fylgja mér sér að honum og hreytti í hann: hvað er að henni?... hvað er að þér ? sérðu ekki að hún er blind ?!
ég laumaðist til að kíkja á úrið mitt og sá mér til mikillar skelfingar að ég átti að sækja Þorstein á leikskólann eftir 7 mín. Ég snéri mér að konunni horfði samt framhjá henni , svona eins og blind og hreyfði höfuðið til hliðana eins og hann væri taktmælir á hægri stillingu ( hef séð blinda vísnaflautuleikarann gera svona) og sagði: "yndis-þakkir fyrir hjálpina, ég redda mér núna" Hún svaraði : "ekkert að þakka, gangi þér vel".
Svo staulaðist ég út með geislasverðið hans Þorsteins og beið eftir að konan mundi láta sig hverfa upp stigann.
Nei......... konan lét sig ekki hverfa, hún stóð þarna úti og seilaðist ofan í veskið sitt, tók upp sígarettupakka og kveikti sér í einni rettu.
Hvað átti ég nú að gera ? ég var orðin of sein að sækja Þorstein.
Andskotinn sjálfur.... ég mátti ekkert vera að þessu, hver hafði líkað beðið þessa kellu að skipta sér að mér, ég opnaði bílinn henti geislasverðinu aftur í og keyrði í burtu.
Ég mun ekki reyna að lýsa svip konunnar þegar hún horfði á eftir mér.
Kveðja
Hrabba
P.S Nú er illt í efni. Var að klára síðasta snúðinn úr frystinum..
Er ég blind???????
....Nei, ég er ekki blind, en stundum tek ég upp á skrítnum hlutum eins og til dæmis á föstudaginn þegar ég var búin að vinna.....mamma hafði komið til mín í vinnuna til að skila plast-geisla sverðinu sem Þorsteinn sonur minn (5ára) hafði gleymt heima hjá henni kvöldinu áður. Þetta er svona hvítt plast sverð, en samt eins og stafur í laginu...
Ég var sem sagt að fara úr vinnunni í ansi góðu skapi, þarf að ganga niður 3 hæðir, (nema þegar ég er sérstaklega löt þá tek ég lyftuna)
Ég lokaði hurðinni að vinnunni minni sveiflandi sverðinu og byrjaði að ganga niður stigann og í einhverjum andsk... fíflagangi fór eg að leika blinda manneskju, rétti aðra höndina fram með geislasverðinu góða og þóttist vera að fikra mig niður stigann, ég átti ekki von á því að nokkur myndi sjá mig svona enda heyrir maður alveg ef einhver annar er að labba stigaganginn....eða hvað ???
Ég hef heyrn eins og fálki....en eitthvað klikkaði illilega hjá mér og heyrn minni þarna. Ég var svo niðursokkin í blindraleik mínum að ég tók ekki eftir konu og unglingsstúlku sem mættu mér í stiganum, og þar sem ég er að fikra mig niður með sverðinu sé ég að konan gefur unglingsstúlkunni fast olnboga skot og gefur henni eitthvað merki.
Hvað átti ég að gera ? átti eg að láta sem ekkert væri og spretta niður stigann..... eða átti ég að halda upptekknum hætti og leika blindu manneskjuna fram hjá þeim ???
Auðvitað hefði ég átt að brosa framan í þær og segja eitthvað á þessa leið : "æ. fyrirgefið þið, ég er að ath. hvort það sé óhætt að hleypa blindri vinnkonu minni hér niður"...bla...bla...bla.... en nei, hvað gerir vitlaus 42 ára gömul kona eins og ég ???.... nú ég held áfram að fikra mig niður með sverðinu og vona bara í lengstu lög að þær verði fljótar framhjá mér.
Þegar ég er rétt að komast framhjá þeim finn ég mér til mikkillar skelfingar að tekið er þéttingsfast undir hendurnar á mér....já ég sagði hendur.
Þær tóku sér stöðu sitthvoru megin við mig og sú eldri sagði "Við skulum fylgja þér niður"
Oh... my... god....svo hófst leikurinn, "trappa"..."trappa"..."trappa"...þetta þuldu þær alla leiðina niður þessar 3 hæðir.
Þegar við komum niður þakkaði ég þeim fyrir og staulaðist af stað veifandi geislasverðinu í allar áttir ( reyndi eftir fremsta megni að leika þetta vel) eitthvað fannst þeim ég vera klaufsk og áður en ég vissi var sú eldri komin að mér aftur og heimtaði að leiða mig alla leiðina út á götu, ég reyndi að afþakka en hún bara var þrjóskari en andskotinn og gaf sig ekki, hún opnaði millihurðina (það eru sko tvær hurðir til að komast út) og þegar við vorum komnar að aðal-útidyrahurðinni mæti ég afgreiðslustráknum í verslunn sem er á neðstu hæðinni, hann horfði á mig með undrunnarsvip , heilsaði og spurði hvað væri að mér. Þá snéri sú sem var að fylgja mér sér að honum og hreytti í hann: hvað er að henni?... hvað er að þér ? sérðu ekki að hún er blind ?!
ég laumaðist til að kíkja á úrið mitt og sá mér til mikillar skelfingar að ég átti að sækja Þorstein á leikskólann eftir 7 mín. Ég snéri mér að konunni horfði samt framhjá henni , svona eins og blind og hreyfði höfuðið til hliðana eins og hann væri taktmælir á hægri stillingu ( hef séð blinda vísnaflautuleikarann gera svona) og sagði: "yndis-þakkir fyrir hjálpina, ég redda mér núna" Hún svaraði : "ekkert að þakka, gangi þér vel".
Svo staulaðist ég út með geislasverðið hans Þorsteins og beið eftir að konan mundi láta sig hverfa upp stigann.
Nei......... konan lét sig ekki hverfa, hún stóð þarna úti og seilaðist ofan í veskið sitt, tók upp sígarettupakka og kveikti sér í einni rettu.
Hvað átti ég nú að gera ? ég var orðin of sein að sækja Þorstein.
Andskotinn sjálfur.... ég mátti ekkert vera að þessu, hver hafði líkað beðið þessa kellu að skipta sér að mér, ég opnaði bílinn henti geislasverðinu aftur í og keyrði í burtu.
Ég mun ekki reyna að lýsa svip konunnar þegar hún horfði á eftir mér.
Kveðja
Hrabba
P.S Nú er illt í efni. Var að klára síðasta snúðinn úr frystinum..
Comments:
<< Home
Ég vil leyfa mér að mótmæla þessari helv.. leti í þér, Hrafnhildur Skúladóttir, ég vil ekki trúa því, fyrr en á reynir, að þú sért svona andlaus. Hvar er Gyða Sól nú? Henni hefði ekki munað um að skrifa nokkrar línur um daginn og veginn án þess að kópera þær frá öðrum og segja okkur gamla fólkinu svo að hafa gaman af. Okkur, áhugafólki um síðuna, finnst þetta ekki sniðugt og mótmælum hér með. (Stína er með í þessu, um þetta erum við sammála). Við viljum hafa þetta ómegnaða systrasíðu.
Kveðja með von um bót og betrun,
Jómmi
Kveðja með von um bót og betrun,
Jómmi
Sorry kem sterk inn á morgun.. Er að fara yfir um núna á eftir að gera allt fyrir morgundaginn og við leggjum í hann 7.30 í fyrramálið..
Hrabba
Skrifa ummæli
Hrabba
<< Home