miðvikudagur, október 06, 2004

Sigur á móti GOG...

Frábær sigur í kvöld en GOG er búið að spila rosa vel og voru með efstu liðum fyrir leikinn í kvöld.. Við vorum að spila rosa vel og góð stemning í höllinni (1150 manns). Ég fékk nú ekkert rosa mikin tíma, rétt rúmlega 20 mín og náði að nýta þær mjög vel. Var með 4 mörk. Þetta virðist ætla að verða mitt hlutverk núna þannig að nú er bara að nýta þessar blessuðu mínútur sem maður fær.. Kem bara inn og drita, ætla alltaf að skjóta þegar ég fæ boltann (tek 5.flokks fílinginn á þetta).. En þetta er allt í lagi þegar við vinnum..

Annars verð ég nú að segja frá því að ég bakaði snúðana aftur í gær og á nú fullt í frystinum.. Nammi nammi namm.. Algjör snilld.. Mattan okkar var líka hjá okkur og það er alltaf jafn gaman að fá hana í heimsókn því henni finnst svo gaman að spila eins og mér.. Og tveggja manna kapallinn er að koma þvílíkt sterkur inn núna.. Aldrei að vita nema ég gefi uppskriftina af honum við tækifæri..

Og Hanna mín í sambandi við hestana þá hafa þeir það bara gott á Íslandi.. Hérna er búin að vera rosa faraldur á misþyrmingu hesta.. Það er verið að skera þá sundur og saman og drepa, svona bara for fun.. Þá er nú betra fyrir þessi grey að fá pínulitla tittlinga inní sig.. Hvað heldurðu að þeir finni fyrir þessu þegar þeir (eða þær hryssurnar)eru vanir að fá tröllvaxna hrossatittlinga???? Ég get bara ekki hætt að hugsa um þetta.. Hvað er að?? Spáið í að sitja heima hjá sér og hugsa: Vá hvað mér langar til að "ríða" hryssu.. Jæja nóg um þetta, ég skal reyna að halda þessu útaf fyrir mig..

Og að lokum get ég sagt ykkur frá því að ég er búin að leigja rosa fínt pleis þann 6.nóv fyrir Íslendingateiti.. Nú er bara að fara að safna Íslendingum í partý og fyrir þá sem eru að spá í að kíkja til Denmark þá er þessi helgi tilvalin.. Það verður matur og læti.. Ég ætla samt ekki að elda, var að spá í að kaupa tilbúinn mat.. Þetta verður allavega fjör..
Jæja hætti áður en allir fá ógeð af mér...
Hestakveðjur
Hrabba

Comments:
Heyrðu kella nú verður þú að hjálpa mér að finna gott flugtilboð svo ég komist í partýið :) Koma þysku systurnar ??
 
Já ég fer í málið.. Dagný á að spila á sunnudeginum en það er fríhelgi hjá Drífu þannig að við skorum á hana að koma. Spurning um að þið keyrið til Hamborgar til Steina og farið síðan öll samferð þaðan.. Það væri ekki vitlaus hugmynd.. Þetta fer allavega í vinnslu..
Knús knús
Hrabba
 
Heyrðu eitt enn....hvernig seturu myndir inn á síðuna hjá þér??
 
ohhhh... Eibba mín bara á leiðinni til Árósanna minna og me not there :-( snökkt...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?