fimmtudagur, október 28, 2004

Stemning... en tap..

Spiluðum í kvöld í Arenunni og karlaliðið beint á eftir á móti Skjern þannig að það var nóg um Íslendinga í höllinni í kvöld. Við spiluðum á móti Ikast og var vel mætt í höllina, 3300 manns.. Við vorum að spila mjög góðan leik sem var jafn allan tímann en því miður fór svo að við töpuðum á lokamínútunum. Ikast er með eitt af bestu og dýrustu liðunum í deildinni og reiknuðu margir með að við myndum steinliggja.. En súrt að taka ekki allavega annað stigið í leiknum því við áttum það alveg skilið.. Karlaleikurinn á eftir var svo mjög spennandi og endaði með að Århus vann með einu. Skjern gat jafnað í lokin og voru þeir 7 á móti 5 í síðustu sókninni en mistókst.. Íslendingarnir stóðu sig bara vel og voru með 19 mörk samanlagt..
Annars er það helst í fréttum að kellingin er ekki að höndla dimmuna og kuldann, nú er ég bara komin á það tímabil að vilja sofa endalaust.. Ég á auðvitað bara að vinna á sumrin og sofa á veturna.. Þetta gengur auðvitað ekki, eins gott að byrja að gleypa járn, ginseng og annað sem getur haldið mér vakandi..
Það styttist svo óðum í Íslendingadjammið mitt.. Það er komið þema=> DISKÓ.... Matthildur ætlar að vera stílistinn minn þannig að útkoman á eftir að verða góð.. Það stefnir allt í ágætis mætingu..
Jæja verð að hætta, er alveg soðin í hausnum..
Hilsen
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?