laugardagur, október 02, 2004

Tap..............

Kepptum í dag á móti Randers og töpuðum með 4, 28-24.. Ekki nógu gott því Randers er lið sem við eigum að geta stolið stigum af.. Ég fékk ekki að spila mikið eins og hinum leikjunum en okkar sterkasta skytta var að koma inn eftir puttabrot og fékk hún mjög mikinn spilatíma. Hún var þó ekki að gera góða hluti en það var svo sem engin af skyttunum hjá okkur.. Ég hefði bara þurft að nýta þessar mínútur mínar betur til þess að halda mér inná.. Við eigum svo leik á móti GOG á miðvikudaginn heima. Væri ekki leiðinlegt að stela stigum þar.. En nóg um handbolta.. Ég er tapsár...

En Viktoría er að gera góða hluti. Fór á handboltaæfingu í morgun og stóð sig eins og hetja. Hún stóð sig samt betur á McDonalds í gær með pabba sínum.. Var að leika sér í boltalandinu og þar voru tveir stórir strákar að leika sér inni.. Annar þeirra stóð upp við rennibrautina á meðan hinn þrusaði boltunum í hann sem þýddi að Viktoría þorði ekki upp að renna sér en það er aðalfjörið.. Á endan var mín orðin ansi pirruð á stráknum sem var að kasta boltunum og haldiði að mín hafi nú ekki bara tekið upp á því að byrja að þruma í hann og það tókst líka svona vel, einn endaði í hausnum á honum og annar í auganu.. haha.. Mín að gera gott mót og strákgreyið gat auðvitað ekkert gert við litlu stelpuna.. Þannig að taktarnir eru alveg að koma..

Að lokum.. GO KENNARAR..

Kveðja
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?