fimmtudagur, október 07, 2004

Uppskrift.... Jæja Johnny Magg...

Draumur Ingu Fríðu

3 eggjarauður
2 egg
140 gr flórsykur
140 gr smjör
140 gr 70% súkkulaði
60 gr hveiti

Eggjarauðurnar og eggin þeytt vel saman. Flórsykrinum bætt við og þeytt vel við. Smjör og súkkulaði brætt varlega saman og helt út í. Hveitinu þeytt varlega við í lokin.

Deiginu er hellt í stór muffinsform (einföld uppskrift dugir í 5 stórar muffins). Bakist við 220° í 11-12 mín.

Það þarf nú varla að taka það fram að auðvitað er ísinn svo málið "ved siden af"..

Eina vandamálið er að redda sér réttu formunum en ég lofa ykkur því að það er þess virði... Ég veit að systir Ingu Fríðu keypti svona form heima.. Inga Fríða mín commenta og láta vita hvar.... Annars er bara spurning um að setja í litlar muffur og hafa þetta bara í styttri tíma.. Þið verðið bara að passa að hafa þær blautar að innan, eiga ekki að vera bakaðar í gegn..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Mikið rétt Nína mín.. Þú ert rosaleg.. Við förum í alvöru keppni.. Hvor okkar verður þyngri um jólin???? Hehehe.. Held ég rústi þér...
Hilsen
Hrabba
 
Það á að hræra hveitinu saman við ekki þeyta það, Ég hef séð formin í fjarðarkaup og held í Hagkaup líka, það er ekki gott að hafa þetta í bréf formum, það klessist bara. Fyrir þá sem ná ekki hvernig form þetta eru, þá eru þetta stál form með 6 götum(ekki samt í gegn haha)
 
Það er rétt Nína 5 rauður, frekar öflugt
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?