þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Hrebs komin heim..

Jæja Hrebsin loksins komin heim og eins gott þar sem fjölskyldan mín er engan veginn að þola fjarlægðina. Viktorinn minn fær alltaf fráhvarfseinkenni sem einkennast af slæmum veikindum.. Karlinn búinn að vera fárveikur í 4 daga og er þetta í þriðja skiptið sem hann veikist þegar ég fer í burtu.. Viktoría litla vaknaði svo bara fárveik í morgun með háan hita, höfuðverk og er svo búin að gubba tvisvar í dag.. Greyið litla og allt mér að kenna.. En við erum búnar að hafa það rosa gott í dag, settum tvöföldu vindsængina fyrir framan sjónvarpið og erum búnar að kúra í allan dag.. Dejligt....

Hrebsin er líka mjög svekkt með að það hafa engar umsóknir borist í brósa... Hvað er það??? Rosalega eru stúlkurnar hræddar við okkur systur því áhuginn er til staðar.. Heyrst hefur að þegar Daddinn mætir á Hverfis þá liggja stúlkurnar utan í honum eins og flugur á skít.... Umsóknarfresturinn er ekki útrunninn...

Og Hanna syst.... Alveg róleg með pólítíkina, þetta passar ekki inn á þessa málefnanlegu síðu ;-) Ég veit varla hvort ég sé að koma eða fara þegar ég les þetta rugl.. Og by the way Bush er rugludallur..

Verð að hætta í bili.. Verð að sinna sjúklingnum mínum.. Svo eru Matta, Matthildur og Stulli að koma.. Gaman gaman..


Kveð í bili...
Hrebs ekki Moss.... Fann Pizza Hut og KFC í Póllandi þannig að ég snarhætti við að verða eins og Kate Moss...

Comments:
Til hamingju Hrabba með þann árangur að hafa verið næstmarkahæst á mótinu í Póllandi, ég var að lesa það í Mogganum, meira að segja mynd af þér og allt.

Kveðja,
Tengdapappi
 
Leiðrétting:
Ég ætlaði nú ekki að skrifa tengdpappi, heldur tengdapabbi hér áðan, en stundum finnst mér að ég sé gerður úr pappa !
 
Hrabba mín ég man vel eftir því að þú hélst með Bush í forsetakosningunum 2000!!! hmmm... það var nú aðalega útaf því að hann var með dauðarefsingum,,, og það er hann enn!!! og er það ekki hjartans mál fyrir þér...
ég hélt það líka!!!
Svo á maður að styðja sitt fólk sama hvað á dynur! ;)
En hafiði samt endilega ykkar skoðun á þessum málum og ég hef mína!!
Kv.Hennie Lo
 
Hanna mín, ég styð þig í því að skrifa áfram það sem að þig langar til. Ég hef ekkert verið að kynna mér þessa karla sem vilja stjórna heiminum og ætla því ekkert að skipta mér af því hvursu góðir eða slæmir þeir eru. En ég minni á að það ríkir lýðræði á síðunni og það er bara ánægjulegt að það sé eitthvað skrifað í staðinn fyrir ekkert.
Kveðja Viktor
 
vel var þetta mælt mási minn!!!
gott að vita til þess að maður eigi vini í raun!!!.....
"Traustur vinur getur gert kraftaverk"
híhíhí!!! ;)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?