fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Hrebs on the kleik.....

Jú jú Hrabban bara mætt á klakann og það er auðvitað bara verið að grínast með kuldann hérna, -14° í morgun... Hvað er það?? En ég lét mig hafa það að fara út úr húsi í morgun til þess að bjarga skattinum hans Viktors.. Held að ég sé búin að redda þessu..
Í dag erum við mæðgur búnar að vera niðri í kjallara að henda drasli og Eivor og Brynja haldiði að ég hafi ekki fundið lítið myndaalbúm með myndum af okkur með appelsínugula hárið.. Ekkert smá fyndið og ógeðslegt.. Hvað vorum við að spá?? Aldrei að vita nema að ég reyni að skanna þær inn þegar ég kem heim og setji þær á myndasíðuna.. Þið verðið þá að lofa að fara ekki í mál við mig..
Annars er ekkert mikið að frétta en ég skal reyna að vera dugleg og skrifa þó ég sé ekki með tölvuna mína hjá mér..
Kveð í bili..
Hrabba

Comments:
já össs... ég get bara ekki beðið eftir því að fá myndir af lukkutröllunum í albúmið :) Ég sé samt mest eftir að hafa ekki smellt mynd að Brynju 6 mánuðum síðar ennþá með appelsínugular lufsur í hárinu, hehehe.

eibba
 
Bryn.. ..
Usssss bara diss í gangi :o) - maður fer bara einu sinni í klippingu á ári, alveg nóg :o) skal senda ykkur eina mynd þar sem ljósu lokkarnir voru í algleymingi og ég var kolsvört á sólarströnd, helvíti vinsæl hjá Ítölunum eða þannig - ég sé til hvort ég höfði skaðabótamál
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?