fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Jæja jæja..
Einhver leti í kerlingunni eða bara upptekin við að gera ekki neitt.. Við fórum reyndar í gær að horfa á Robba og Stulla spila á móti Kolding.. Svaka stuð og mættu 4375 manns í höllina og svakaleg stemning.. En það gerist nú ekki oft í Danmörku, trúið mér. Þessir áhorfendur hérna eru eins og við Íslendingar þegar við förum í leikhús. Það heyrist ekkert í þeim.. Það hjálpaði í gær að það var fótboltaleikur á undan á sama svæði þar sem Helgi Sig og félagar voru að spila og komu fullt af fótbotabullum yfir í höllina eftir leikinn.. (Svona til að skjóta því að þá skoraði Helgi mark með hjólhestaspyrnu, ekki leiðinlegt.) Leikurinn var rosalegur og endaði 37-37, ekkert smá hraður og góður bolti.. Robbi góður var með 9 mörk.. Hann hausaði markmann Kolding m.a. þrisvar í röð í vítum. En nóg um það..
Undibúningurinn fyrir djammið mikla er í fullum gangi.. Það verða tæplega 30 sem mæta og auðvitað bara úrval af skemmtilegu fólki.. Ég skal lofa því að taka fullt af myndum.
Smá fréttir frá Holstebro.. Birgit, hollenska skyttan var að slíta krossbönd og verður frá það sem eftir er af tímabilinu þannig að nú vantar þeim skyttu þar sem Heidi fór auðvitað til Silkeborg..
Við eigum svo að spila á morgun á móti Ålaborg á útivelli en þær eru ekki nema með 4600 áhorfendur að meðaltali þannig að þetta verður mikið stuð. Þeim er búið að ganga rosalega vel og allir búast við að við eigum eftir að steinliggja. Við vonum ekki..
Veit ekki meira hvað ég á að segja þannig að ég kveð í bili...
Hrabba
Undibúningurinn fyrir djammið mikla er í fullum gangi.. Það verða tæplega 30 sem mæta og auðvitað bara úrval af skemmtilegu fólki.. Ég skal lofa því að taka fullt af myndum.
Smá fréttir frá Holstebro.. Birgit, hollenska skyttan var að slíta krossbönd og verður frá það sem eftir er af tímabilinu þannig að nú vantar þeim skyttu þar sem Heidi fór auðvitað til Silkeborg..
Við eigum svo að spila á morgun á móti Ålaborg á útivelli en þær eru ekki nema með 4600 áhorfendur að meðaltali þannig að þetta verður mikið stuð. Þeim er búið að ganga rosalega vel og allir búast við að við eigum eftir að steinliggja. Við vonum ekki..
Veit ekki meira hvað ég á að segja þannig að ég kveð í bili...
Hrabba