mánudagur, nóvember 08, 2004

MAÐUR VIKUNNAR - ER KONA - OG DISKÓDROTTNING

Nafn: Tinna Tómasdóttir

Staða: Kennari og “Diskódrottning”

Áhugamál: útivera, íþróttir, ferðalög, skemmtun í góðra vina hópi, og að vera með dóttur minni!

Kostir: sé yfirleitt það jákvæða í hlutum, oftast hress og er frá Vestmannaeyjum!

Gallar: óþolinmóð með eindæmum og svolítið morgunóhress (segir Daddi a.m.k)!!!.....

Skondið atvik: þegar við Daddi vorum nýflutt til Dk og vorum á gangi í Århus með vinafólki okkar og Frans 4 ára stráknum þeirra. Daddi sér “bankara” (svona til að banka ryk úr fötum og húsgögnum)....hann tekur upp bankarann og segir við Frans: “BOLLA BOLLA BOLLA” eins og maður segir á bolludaginn........hátt og skýrt...... fólk í kring stoppaði og horfði á okkur með þessum furðusvip.....þá áttuðum við okkur á því hvað “bolla” þýðir á dönsku.......hehemmmmmmm (fyrir þá sem ekki vita, þá þýðir bolla að ríða)!!
Meira af bollum.....þá vorum við hjúin í dönskukennslu fyrsta veturinn og þá sögðum við kennaranum : på Island har vi en “bolledag” hvert år hvor vi “boller med hinanden” og “börnen boller voksnene”, og bla bla bla......skildum ekkert í því hvað kennarinn varð skrítinn á svip.......hehe

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Úff...það er nú misjafnt....var bara að fatta síðuna aftur (var búin að gleyma henni, iss iss) en núna kíki ég á hverjum degi og ef það er eitthvað nýtt eyði ég nokkrum mínútum í að lesa það og skrifa comment ef mér finnst ég þurfa að commenta eitthvað!!

Þú færð 2 milljóinir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Kaupi fullt af fötum og fer á ærlegt fyllerí .......og eyði svo restinni í vitleysu.....hahahaha

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Ég var nú bara að labba yfir götu þegar ég var næstum keyrð niður....þar var þessi sæti strákur undir stýri og þá einsetti ég mér það að næla í hann.....og þeir sem þekkja mig vita keppnisskapið í mér þannig að það var ekki til umræðu annað en að hann yrði minn.....!!!! NB...þetta var árið 1994 fyrir litlum áratug síðan.....

Mesta gleðistundin í lífinu? Þegar Emelía Ögn fæddist.

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Margur er knár þó hann sé smár......


Hvað dettur þér fyrst í hug:

Hrabba: Hrossahlátur og STÓRT bros

Dagný: stuðbolti

Drífa: Hótel Ísland, ball og kall að dansa með ljótt bindi.......

Hanna Lóa: Litla sæta stelpan sem var alltaf að passa Dag frænda!!

Eitthvað að lokum??? Við Daddi þökkum innilega fyrir frábæra skemmtun um helgina og munum verja titilinn að ári með kjafti og klóm!!! hehe

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?