föstudagur, nóvember 12, 2004

Skilnaður??? Viktor stór-skuldugur...

Kellan fékk nett áfall áðan.. Var að opna póstinn og m.a. bréf frá tollsjóranum til Viktors.. Haldiði að karlinn skuldi ekki skattinum tæpar 4 milljónir eða réttara sagt 3.812.467.. Ég hringdi strax í hann og sagðis tilneydd til að skilja við hann.. Hann getur farið einn niður í skítinn.. hehe... Nei en svona í alvöru talað hvað er málið með þetta pakk í skattinum?? Hann Viktor minn er nú ekki þekktur fyrir að nenna að standa í pappírsbrasi en eitt af því fáa sem hann gerði áður en hann flutti út það var einmitt að skila inn virðisaukanúmerinu sínu.. Og þessi skuld er fyrir árin 2003-2004 og við auðvitað búsett í Danmörku allan þann tíma.. Mjög eðlilegt.. Ég verð sem sagt að eyða eitthvað af mínum stutta tíma á Íslandi í næstu viku að tala við þessa vitleysinga og pottþétt að redda hinu og þessu.. Ég hringdi áðan í skattinn og sagði að það væri nú eins gott fyrir þá að redda hjónabandinu, þakkaði svo pent fyrir væga hjartaáfallið sem ég fékk.. Vitleysingar..
En annars kem ég heim á miðvikudaginn og fer síðan til Póllands með landsliðinu á sunnudeginum eða mánudeginum.. Gaman gaman..
En jæja verð að fara að gera eitthvað að viti..
Kveðja
Hrabba

Comments:
Ég er nú að velta því fyrir mér hvort að ég eigi ekki bara að borga þetta og sjá hvort ég komist uppfyrir Björgúlf á listanum. Ef að gamla skilar mér þá bíða konur í röðum eftir mér þar sem ég er skattakongur. Enginn friður fyrir Séð og heyrt. Dæmi um fyrirsagnir: Viktor(27) og Ásdís Rán(26), ástfangin uppfyrir haus. Linda og Viktor á árshátíð Baðhússins. Viktor og Jón Ásgeir sigla í Karabíska hafinu. Viktor Hólm (27)skattakongur og Hrafnhildur Skúladóttir (27) skilin.
Til gamans má benda á það að til þess að þessi upphæð passi, þá ætti ég að hafa þénað um 12 millur á einu og hálfu ári, það væri nú helvíti gott ef það væri nú málið.
Kveðja
Björgúlfur
 
obb obb! 4 miljónir!
ég fór að grenja hjá tollstjóranum útaf 120.000 kelli í sumar og þá var mér, tárvotu stúlkunni, vísað til besta starfsmanns þessa drungalega húss við tryggvagötuna. Hann heitir Atli Guðmundsson er maður með hjartað á sínum stað og gerir allt fyrir mann. Farðu þangað Hrabba. Bara beint, svo þú sért ekki send um allt hús fyrst eins og gerist svo oft.
 
shiturinn... skerí... gangi þér vel að sjarma skattman...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?