sunnudagur, nóvember 21, 2004
Óskum eftir mágkonu...
Nú er illt í efni hér á klakanum.. Hinn eini sanni Skúlason ætlar seint að ganga út og óskum við systur hér með eftir mágkonu handa prinsinum okkar.. Það þarf að sjálfsögðu að senda inn umsókn með mynd til okkar systra auk yfirlits bankainnistæðu.. Daðinn okkar er hinn myndarlegasti maður eða eins og Jóna myndi orða það SJÓÐHEITUR... Hann er splæsari af lífi og sál og á því mjög erfitt með að eiga peninga (ástæðan fyrir bankainnistæðunni)...
Nú er bara að byrja að leggja inn umsóknir til okkar systra og munum við að sjálfsögðu skoða allar umsóknir með jákvæðu hugarfari..
Nú er bara að byrja að leggja inn umsóknir til okkar systra og munum við að sjálfsögðu skoða allar umsóknir með jákvæðu hugarfari..