sunnudagur, nóvember 07, 2004

Snilldarpartý og dofinn sunnudagur..

Diskópartýið heppnaðist bara rosa vel og endaði þetta í 10 tíma geimi.. Fólk var duglegt að klæða sig eftir þemanu og voru sumir hallærislegri en aðrir.. Tinna og Daddi fóru á kostum og voru valin herra og ungfrú Diskó. Þau sópuðu að sér atkvæðum á dansgólfinu.. Stulli og Matthildur voru í geðveikum gulldressum með afró og fékk Matthildur verðlaun fyrir að vera metnaðarfyllsti keppandinn en sögur herma að stúlkan hafi eytt nokkrum aurum í dressið enda stórglæsileg.. Þeir sem mættu of seint í geimið þurftu að gjalda fyrir það og troða upp fyrir okkur hin.. Þau leistu það mjög vel af hendi og tóku Justin og Janet atriðið með silfurstjörnuna á geirunni og slógu auðvitað í gegn.. Sigga frænka fórnaði píkubeininu í orminn og ekki nóg með það þá æfði hún sig úti á grasi og var frekar sjúskuð á hnjánum eftir kvöldið.. Hún var auðvitað mjög sár að hafa ekki verið valin ungfrú diskó eftir þetta en skýringin auðveld: fólk var búið að kjósa áður en hún fórnaði píkubeininu.. Það eru komnar einhverjar myndir frá partýinu sjóðheita (eins og Jóna myndi orða það) inn á myndasíðuna.

Það var nóg um næturgesti því Bjarki, Rakel, Harpa, Lísa, Rebekka og Kristín gistu hjá okkur í nótt.

Við fórum svo til Holstebro í morgun en Harpa var að fara að keppa á móti mínum gömlu félögum. Ferðin byrjaði mjög vel, ég sprakk úr hlátri þegar ég fattaði að Viktoría var í engum skóm. Ég hélt á henni út í bíl og ætlaði svo að ná í skónna hennar en gleymdi mér aðeins.. Ég í hnotskurn svona daginn eftir djamm, vá hvað ég get verið freðin.. En þar sem við eigum nú svo mikið af vinum í Holstebro þá redduðum við auðvitað skóm á prinsessuna. Ég fór svo á sjálfsögðu og kvittaði fyrir mig á Cooks. Lísa ekkert smá ánægð með mexíkönsku pizzuna mína.

En jæja nenni ekki að skrifa meira í bili þar sem ég er að skrifa þetta í annað skiptið.. Það þurrkaðist allt út áðan... ARG...

Kveðja
Hrabba

Comments:
elsku discovinir!
ég náði ekki að kveðja á lau, langaði bara að þakka fyrir frábært partý, ég á eftir að lifa lengi á þessu! hlakka til að sjá ykkur fljótlega (á vellinum maðúr!)

ps. mér finnst SVO eðlilegt að mæta í partý og bera á mér brjóstið!!! hahahahah
 
diskófélagar nær og fjær...

vill bara kvitta fyrir mig og þakka fyrir frábæra veislu og ótrúlega gestrisni...tack så mycket ;)
hilsning frá köpen
lísa njáls
 
Takk sömuleiðis skvísur.. Diljá mín mér finnst mjög eðlilegt að rífa fram svona eins og aðra túttuna.. Við þolum nú aðeisn meira en Kaninn..
Knús knús
Hrabba
 
takk fyrir síðast! hilsen, sveil
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?