fimmtudagur, desember 02, 2004

Breyttur lífsstíll - hafragrautur á morgnana..

Já maður bregður sér frá í 12 daga og þegar ég kem tilbaka þá er karlinn búinn að taka upp á því að hafa hafragraut á morgnana - alltaf.. Rosa duglegur hjá mér, eldar á kvöldin og svo er bara hitaður upp grauturinn á morgnana en hann vaknar alltaf svo langt á undan okkur.. Hann er að standa sig vel strákurinn en þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Hrebsin þarf að bæta við miklum sykri í grautinn áður en hún borðar hann... Held svei mér þá að minn grautur sé bara alls ekki hollur...

Annars er fjölskyldan öll að hressast.. Ég fer með Viktoríu með mér í vinnuna á eftir.. Tek bara með mér fartölvuna svo hún geti horft á eitthvað skemmtilegt.. Gott að komast aðeins út úr húsi.. Við mæðgur erum búnar að liggja eins og skötur í tvo daga..

Svo er það helgin en það stefnir allt í mini-þjóðhátíð.. Julefrokost á föstudaginn með stelpunum í liðinu og svo aftur julefrokost á laugardaginn með vinnunni.. Það eru auðvitað gerðar kröfur á að maður sleppi sér í eitthvað aðeins sterkara en vatnið.. Ég er ekki að sjá það gerast hjá mér tvo daga í röð.. En Hrebsin getur nú komið á óvart.. Tókst nú að verða full á einum bjór á sunnudaginn, já takk einn bjór.. En það var líka eftir 5 leiki á 6 dögum og sú gamla alveg búin á því..

Handboltinn er ekki alveg að gera sig hérna í Århus, liðið er barasta að hrynja niður.. Vorum að spila æfingaleik í gær og það vantaði bara endalaust í liðið.. Svo endaði ég leikinn á að fá hné í læri, alltaf jafn þægilegt.. Bara pirrandi..

Jæja nóg af bullinu, verð bara að skrifa eitthvað á meðan hinar Skúladæturnar eru svona latar...

Hilsen
Hrabba

Comments:
Hehe, mér líst vel á þennan breytta lífsstíl hjá kallinum, en held að SUMIR ættu að endurskoða þetta með sykurinn!! hahaha, þú ert algjör snilld;o)

ykkar Bjarney
 
Bjarney mín ég þarf smá ráðgjöf.. Hvort er betra að setja sykur eða púðursykur út á grautinn?? Annað hvort er nauðsyn...
Knús knús
 
Það er skárra að nota þann sem þú notar minna af! Hefurðu prófað að nota sætuefni? Eftir því sem vinkonur mínar (!) í Heilsuhúsinu segja þá er Hermesetas skást, ég hef líka stundum notað Canderel. Ég finn engan (bragð)mun á því eða venjulegum sykri. Svo er líka soldið gott að nota hunang (sem er reyndar svipað uppbyggt og sykur (sem er glúkósi=einföld kolvetni, veit ekki hvort það segir þér eitthvað!;o)) en samt einhver næringarefni og svo þarf maður ekkert rosa mikið af því), en það er alltaf magnið sem skiptir máli þegar uppi er staðið;o)
Fjúff, vona að þessi ræða hafi hjálpað e-ð!
*klem* Bjarney
 
Takk Bjarney mín fyrir upplýsingarnar, hef þetta í huga.. Veit ekki með gervisykurinn en ég reyni kannski að minnka magnið...
Og Sif mín ég gleymdi ekki snúllunni henni Elfu Sif.. Hélt bara að það gengi ekki að hafa link inn á síðuna þar sem hún er læst.. Ég redda þessu hið snarasta..
Knús knús
 
Kelling.. ..
Þú átt að setja kanilsykur út á .. .. það er massa gott, át það út í eitt á tíma.. ..
Pilsanovich
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?