fimmtudagur, desember 02, 2004

Danir og reiðhjól drepa mig..

Ég er búin að vera í kasti í allt kvöld.. Hitti einn vinnufélaga minn í höllinni áðan.. Frekar skondinn karl útlitslega, með flöskubotna dauðans og bara fæddur lúði.. Hann spurði mig hvort að ég kæmi ekki alveg örugglega á laugardaginn í julefrokostinn.. Jú að sjálfsögðu svaraði ég.. Þá segir hann við mig að ég geti auðvitað hitt hann og einhverja aðra vinnufélaga og hjólað með þeim niður í bæ.. Er ekki allt í lagi.. Sjáiði mig í anda með carmenkrullurnar, í netasokkabuxunum, stuttu pilsi, fleygnum bol og jú með hjálm að hjóla niður í bæ á djammið.. Hvað er málið.. Sé nokkra Íslendinga í anda hjólandi á Hótel Ísland á leiðinni í julefrokost... Þakkaði nú pent og sagði að drottningin ætti nú ekki einu sinni hjól.. Fer nú bara á minni glæsikerru.. Ég gleymdi nú alveg að bjóða honum far.. Væri nú samt fyndnara að keyra framhjá með Robbie W í DVD spilaranum og flauta á hann.. Hahaha.. Ég get bara ekki hætt að brosa yfir þessu.. Spáiði líka í það að hjóla síðan heim..
Varð að deila þessu með ykkur... Og fyrst ég er nú byrjuð...
Ég og Viktor hlógum svo mikið af Rut Reginalds í gær.. Það vita nú flestir að hún söng lagið; "Það er algjör vitleysa að reykja" þegar hún var barnastjarna.. Og allir vita nú hvernig fór fyrir henni.. En svo vorum við að kaupa nýjan barnadisk handa Viktoríu þar sem m.a Nylon syngur lag sem Rut söng þegar hún var lítil.. Og nú kemur það fyndna; Viðlagið: "Ég er furðuverk sem að guð bjó til".. Hahaha.. Það er nú ekki hægt að tileinka guði hennar útlit í dag.. Það væri nú skemmtilegt að breyta þessum texta aðeins fyrir hana.. Gæti orðið skondin útkoma...
Hjóladrottningin kveður að sinni..
Hrabba

Comments:
Harpa mín ég á eftir að sjá það gerast.. Ég á ekki einu sinni hjól.. Trúi því ekki að þú takir þátt í þessari vitleysu.. Hvað með gula vagninn eða bara leigubíl??
 
Hello hello!
Vá hvað ég er sammála þér með hjólin!! Vona að þú keyrir fram hjá grúppunni og að það komi skyndihríð í leiðinni:)
Kveðja, Herborg
 
Þín verður sárt saknað Sóley mín.. Við fáum sem sagt enga ræðu varðandi jákvæðisbikarinn.. Gangi þér rosa vel í aðgerð og vonandi verður kellan mætt sem fyrst aftur á völlinn.. Þú ert nú að nálgast bikarúrslit..
Knús knús
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?