miðvikudagur, desember 15, 2004

Eins gott að leiðrétta smá misskilning...

Já hún er sniðug hjá mér systirin.. Það eru örugglega þónokkrir búnir að misskilja þessa dildósögu hennar.. Drífa var svo rosalega fyndin að segja Viktoríu að segja við pabba sinn að hana langaði í dildó.. Barnið veit ekkert hvað það er.. Fengum einmitt fyrirspurn í dag hvort að barnið hefði komist í dótakassa foreldra sinna..
En þar hafið þið það..

Ég lenti svo í hrikalega vandræðalegri uppákomu í dag.. Fórum í dag í Fötex að versla allskonar drasl. Viktor þurfti að kaupa batterí sem hann og gerði.. Hann var nú samt eitthvað mikið utan við sig og stakk þeim í vasann.. Svo við kassann þegar hann ætlar að fara að raða í poka þá pípir svona rosalega á okkur.. Ég alveg eins og kleina og horfi bara á Viktor, hvað hefur þú gert núna.. Hann alveg eins og auli vissi ekkert hvað var í gangi fyrr en hann fór í vasann sinn og dró upp batteríið.. Þetta leit ekki vel út.. Ég var ekkert smá aulaleg.. Það eru þá allavega fleiri en ég sem geta verið utan við sig...

Það besta við daginn í dag var að ég bakaði líka þessar rosa góðu bollur.. Ótrúlega sátt við árangurinn því mér tekst yfirleitt að klúðra svona bolluuppskriftum..

Kveð í bili..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?