þriðjudagur, desember 07, 2004

Eitt og annað...

Vil byrja á að benda ykkur á að fara inn á þessa síðu og kjósa handboltamann og handboltakonu ársins: ( Þið verðið bara að copy og paste, gat ekki sett link).

http://www.ihf.info/CDA/world_handball_player_of_the_year_2004,11541,0,,en.html

Það þarf nú ekki að segja ykkur að auðvitað á að kjósa Óla Stef og handboltakona ársins er Sang frá Kóreu (hún hefur passað Viktoríu tvisvar og á skilið ykkar atkvæði)...

Ég er búin að setja inn fleiri myndir og Ágústa mín lobbymyndirnar eru komnar.. Mjög góðar.. Og það þarf nú varla að taka það fram hver var mest með myndavélina mína um kvöldið, önnur hver mynd af Ásdísi.. Hún tók þær sjálf..

Við vísitölufjölskyldan fórum í kvöld og horfðum á Keflavík tapa á móti Bakken Bears, dönsku meisturunum, í evrópukeppninni í körfu..

Og í sambandi við nýja útlitið á síðunni okkar þá virðist bleiki liturinn koma sterkur inn.. Það eru greinilega ekki margir sem sakna gula litsins nema Orri.. Og ótrúlegt að Hanna skuli ekki commenta á þetta. Stelpan sem hefur skoðanir á öllu.. En perraprinsessan hlýtur að vera ánægð með innanpíkubleika litinn.. Ég skal nú bara segja ykkur það að ég var að lesa eitthvað ógeðslegt perraviðtal við hana inn á einhverri perrasíðu.. Þið fáið ekki að vita adressuna.. Ég og Drífa í sjokki, to much information Hanna Lóa Skúladóttir.. Svo ert þú að hneykslast af henni Pamelu.. Þetta ætti nú að vera mjög eðlilegt fyrir stúlku eins og þig..

Jæja hef svo sem ekki meira að segja..

Kveð í bili..
Hrabba

Comments:
ég get alveg fullyrt það Hrabba mín að ég hef skoðun á þessum lit,, en þar sem þú skrifaðir að "við systur höfum mikið verið að pæla" þá tók ég því bara eins og rætt hefði verið við mig í svefni eða eitthvað!!!
og alveg róleg á "perraviðtali" ...til að forðast allan miskilning þá er var þetta svona meira eitthvað til að lífga upp á síðuna heldur en einhver alvara,, ekki taka þessu svona bókstaflega! Er ekki alslæm..Annars var þetta flott viðtal!! ;) geri mér þó grein fyrir því að ég verð líklega aldrei kölluð í viðtal á þessa síðu.. verð bara að lifa með því,, eins og öðru!!! :/

Skúladóttirin sem hefur skoðanir á öllu,, og jú líklega litla perrabarnið!!! (",)
 
Hver er þín skoðun Hanna mín???
 
Frábærar myndir! Fannst reyndar vanta "týndar í blóminu" myndir hehehe. Mætti samt halda að Ásdís ætti myndavélina því hún er á 70% myndanna! En voðalega eru fáar myndir af Veig í lobbíinu... hmmm....
 
Ég á ekki myndina týndar í blóminu en verð að redda henni. Og myndir af Veigsa eru á einhverri annari cameru, kannast ekki við það...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?