fimmtudagur, desember 09, 2004

Ja hérna hér!

Já ég má til með að segja ykkur frá frekar óheppilegu atviki sem átti sér stað á æfingu hjá Gunnari mínum í Kronau í kvöld. Málin standa þannig hjá Gunnari að hann á stórleik á morgun við toppliðið í 2.deildinni Melsungen heitir liðið (fyrir þá sem eru einhverju nær), en Gunnar og co. eru í 2 sæti og verða að vinna þetta lið til að komast upp um deild. Jæja daginn fyrir leik er alltaf mikilvæg æfing þar sem allt er lagt upp og svona. Hvað haldiði.....10 mín. búnar á æfingunni og Guðmundur Hrafnkelsson (rólegheita maður með meiru) nær að nefbrjóta þjálfarann..... ob bobb bobb! Hvernig var það hægt, já maður spyr sig.....karlinn var að fórna sér í einhvern bolta sem var á leiðinni útaf og þjálfinn stóð á hliðarlínunni og bara splæng! Eitt stykki nefbrot og karlinn beint upp á sjúkrahús. Við erum að tala um að þjálfinn er fyrrum landsliðsmaður Frakka heitir Fredrik Wolle og var búinn að spila sem atvinnumaður í rúmlega 10 ár og aldrei brotið á sér nefið áður. Já ég skal sko segja ykkur það. Þannig að það er ekki bara ég sem verð fyrir einhverju óhappi við þjálfara störf..... mjög eðlilegt að fá glóðurauga og opinn skurð fyrir ofan augað fyrir að þjálfa 5.flokk kvenna í FH, var að leysa Hröbbuna af.

Jæja, annars er helgin að nálgast og maður rúllar að sjálfsögðu til Gunnars og verður nóg að gera um helgina. Leikur hjá Gunnari á föstudeginum og svo á laugardeginum er Jólahlaðborðið með liðinu hans, gæti verið að maður fengi sér aðeins í tánna og svo á sunnudeginum er íslendingarboð hjá Gumma Hrafnkels og fjöllu, hangikjöt og allt tilheyrandi.
Hef þetta gott í bili
Dagfríður.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?