miðvikudagur, desember 29, 2004
Jólauppgjörið..
Alltof stutt jólafrí er á enda hjá okkur Årósafjölskyldunni. Flugum út á mánudagsmorgun. Ég náði að kveðja systkinahópinn á Hverfisbarnum (hvar annars staðar). Mjög skemmtilegt kvöld þar sem ég hitti rosa marga. Kvöldið endaði samt ekki alltof vel því ég fór og náði í hann Viktor minn á Hótel Ísland en þar var hann að vinna með Móralnum. Karlinn mætti bara út í bíl alblóðugur. Þá hafði allt verið löðrandi í slagsmálum og Viktori mínum bara kippt niður af sviðinu þar sem hann lenti á glerbrotum og skar sig á hendi og fæti. Það var nú bara rúmur klukkutími þangað til við áttum að leggja af stað út á flugvöll og Hrabba sniðuga fór bara með karlinn til múttu upp á Borgó þar sem hún var á næturvakt og lét sótthreinsa karlinn og plástra hann. Líðan hans er eftir atvikum........
Svona helstu punktar síðan síðast:
-Fór til Barcelona 20-22 des. þar sem við unnum Katalóníu. Ferðin endaði svo á djammi sem varð mjög skondið djamm.. Drífa fékk höfnun dauðans sem hefur aldrei gerst áður. Þrír svertingjar sem tóku bara upp dagblaðið inn á diskóinu til að losna við Dríbbuna. Við gjörsamlega önduðumst úr hlátri.. Gunnur reif hlýrabolinn hennar Jónu aðeins of mikið þannig að tútturnar skutust út.. Jóna samt fljót að redda sér. Þið fáið bara stuttu útgáfuna af sögunum þannig að þið þurfið sjálf að fylla í eyðurnar...
-Yndislegu tengdaforeldrar mínir eru búin að bjóða okkur til útlanda í sumar. Þau eiga bæði stórafmæli í júlí og eru búin að bjóða allri fjölskyldunni út.. Það er nú varla hægt að fá betra boð.. Við erum strax farin að hlakka til..
-Ég er komin í nýtt handboltalið, á reyndar eftir að skrifa undir en allt annað er klárt.. Já það er mikill heiður að stórliðið SÁ vill fá mig til liðs við sig og það skemmtilega við þetta lið er að ég er eina konan í liðinu og nokkuð augljóst að ég mun ráða öllu.. Hlakka mikið til að fá að spila með strákunum. Ási, blokkari dauðans, á línunni og Viðar hennar Jónu á miðjunni.. Ási minn þú sendir mér bara samninginn út..
-Í gær sagði Viktor við Viktoríu að hún væri alfjört rúsínurassgat.. Mín var ekki lengi að svara fyrir sig; þá ert þú bara rúsínutyppi.... hahaha.. Já hún er sniðug eins og mamma sín...
-Ég er búin að vera veik síðan mánudagskvöld.. Tók með mér flensuna frá Íslandi og er búin að vera alveg ónýt.. Get nánast bara legið.. Ef ég stend upp fæ ég bara rosalega verki aftan í hnakkann og niður eftir hálsinum.. Ekki mikið fjör á mér.. Og ég sem var að drífa mig út til að ná æfingum.. Það er nú eitthvað lítið um þær núna..
-Áðan fóru fram úrslitaleikirnir í bikarnum. Skjern liðið hans Ragga tapaði á móti Kolding. Og Horsens vann Ikast í kvenna.. ótrúlegt að Horsens sé bikarmeistari. Við Holstebrosystur vorum hársbreidd frá því að slá þær út í 16 liða. Töpuðum í framlengdum leik eftir að hafa leitt allan leikinn. Fyrir þá sem eru ekki að skilja þetta þá eru svo mörg lið í bikarnum að keppnin tekur eitt og hálft ár.. Eftsudeildarliðin koma bara síðust inn..
Er örugglega að gleyma einhverju en læt þetta duga í bili..
Kveðja Hrabba
Svona helstu punktar síðan síðast:
-Fór til Barcelona 20-22 des. þar sem við unnum Katalóníu. Ferðin endaði svo á djammi sem varð mjög skondið djamm.. Drífa fékk höfnun dauðans sem hefur aldrei gerst áður. Þrír svertingjar sem tóku bara upp dagblaðið inn á diskóinu til að losna við Dríbbuna. Við gjörsamlega önduðumst úr hlátri.. Gunnur reif hlýrabolinn hennar Jónu aðeins of mikið þannig að tútturnar skutust út.. Jóna samt fljót að redda sér. Þið fáið bara stuttu útgáfuna af sögunum þannig að þið þurfið sjálf að fylla í eyðurnar...
-Yndislegu tengdaforeldrar mínir eru búin að bjóða okkur til útlanda í sumar. Þau eiga bæði stórafmæli í júlí og eru búin að bjóða allri fjölskyldunni út.. Það er nú varla hægt að fá betra boð.. Við erum strax farin að hlakka til..
-Ég er komin í nýtt handboltalið, á reyndar eftir að skrifa undir en allt annað er klárt.. Já það er mikill heiður að stórliðið SÁ vill fá mig til liðs við sig og það skemmtilega við þetta lið er að ég er eina konan í liðinu og nokkuð augljóst að ég mun ráða öllu.. Hlakka mikið til að fá að spila með strákunum. Ási, blokkari dauðans, á línunni og Viðar hennar Jónu á miðjunni.. Ási minn þú sendir mér bara samninginn út..
-Í gær sagði Viktor við Viktoríu að hún væri alfjört rúsínurassgat.. Mín var ekki lengi að svara fyrir sig; þá ert þú bara rúsínutyppi.... hahaha.. Já hún er sniðug eins og mamma sín...
-Ég er búin að vera veik síðan mánudagskvöld.. Tók með mér flensuna frá Íslandi og er búin að vera alveg ónýt.. Get nánast bara legið.. Ef ég stend upp fæ ég bara rosalega verki aftan í hnakkann og niður eftir hálsinum.. Ekki mikið fjör á mér.. Og ég sem var að drífa mig út til að ná æfingum.. Það er nú eitthvað lítið um þær núna..
-Áðan fóru fram úrslitaleikirnir í bikarnum. Skjern liðið hans Ragga tapaði á móti Kolding. Og Horsens vann Ikast í kvenna.. ótrúlegt að Horsens sé bikarmeistari. Við Holstebrosystur vorum hársbreidd frá því að slá þær út í 16 liða. Töpuðum í framlengdum leik eftir að hafa leitt allan leikinn. Fyrir þá sem eru ekki að skilja þetta þá eru svo mörg lið í bikarnum að keppnin tekur eitt og hálft ár.. Eftsudeildarliðin koma bara síðust inn..
Er örugglega að gleyma einhverju en læt þetta duga í bili..
Kveðja Hrabba