laugardagur, desember 04, 2004
Kellan er vöknuð!
Jæja þá er Dagfríður vöknuð til lífsins á nýjan leik og tími til kominn til að drita nokkrar línur á bloggið.....þó svo lítið sé að frétta af kerlingunni. Engar tippalingasögur og engar Autobahnasögur í bili ....
Kellan er sem sagt komin heim frá Póllandi heil á húfi eftir ágætisferð og við taka harðar æfingar hjá Alla..... úfff karlinn ætlar víst að koma heim um Jólin og meika það á Hverfis, mér blöskrar ef hann verður ekki á netabolnum þar inni, því kvennpeningurinn heima verður nú að fá að sjá útkomuna. Jú jú við Weibern-ingar erum að tapa okkur í Gyminu með Alla þar fremstan í flokki.
Annars er ég í "heimsókn" hjá Gunnari mínum yfir helgina og það vill svo vel til að tengdó er í heimsókn. Mér til mikillar ánægju því betri shopping félaga færðu ekki en hana Stefaníu og svo standa karlarnir sig líka bara helv....vel með því að vera ekkert fyrir, þeir fá sér bara eitthvað að borða og koma við og við til okkar til að létta undir okkur pokunum. Svona á þetta að vera! Þannig að það voru sem sagt keyptar nokkrar jólagjafir í dag og síðan slysast alltaf einhverjar sætar flíkur á mig í leiðinni í pokann.... maður verður nú að verðlauna sig fyrir alla vinnuna við þessi jólagjafa kaup.
Jæja dúllurnar mínar ég lofa að vera eitthvað duglegri að skrifa, það er bara svo helvíti mikið búið að vera að gera hjá minni!!!!
Kveð að sinni Daggan
Kellan er sem sagt komin heim frá Póllandi heil á húfi eftir ágætisferð og við taka harðar æfingar hjá Alla..... úfff karlinn ætlar víst að koma heim um Jólin og meika það á Hverfis, mér blöskrar ef hann verður ekki á netabolnum þar inni, því kvennpeningurinn heima verður nú að fá að sjá útkomuna. Jú jú við Weibern-ingar erum að tapa okkur í Gyminu með Alla þar fremstan í flokki.
Annars er ég í "heimsókn" hjá Gunnari mínum yfir helgina og það vill svo vel til að tengdó er í heimsókn. Mér til mikillar ánægju því betri shopping félaga færðu ekki en hana Stefaníu og svo standa karlarnir sig líka bara helv....vel með því að vera ekkert fyrir, þeir fá sér bara eitthvað að borða og koma við og við til okkar til að létta undir okkur pokunum. Svona á þetta að vera! Þannig að það voru sem sagt keyptar nokkrar jólagjafir í dag og síðan slysast alltaf einhverjar sætar flíkur á mig í leiðinni í pokann.... maður verður nú að verðlauna sig fyrir alla vinnuna við þessi jólagjafa kaup.
Jæja dúllurnar mínar ég lofa að vera eitthvað duglegri að skrifa, það er bara svo helvíti mikið búið að vera að gera hjá minni!!!!
Kveð að sinni Daggan