fimmtudagur, desember 30, 2004

Keyrt á kaggann okkar....

Já haldiði að það hafi ekki verið keyrt utan í glæsikerruna okkar áðan og hver ætli hafi verið þar að verki..... trommur.............................................
..............................................jú jú NÝBÚI..........................
Vá hvað ég hefði verið betur sett ef þetta væri nú bara heima hjá sér.....
Nei annars var þetta ekki svo slæmt. Hann keyrði aðeins utan í stuðarann hjá okkur og það var orðið svo dimmt að Viktor sá ekki nógu vel hversu mikið þetta var.. Við vorum þó heppinn að það var maður sem benti Viktori á að það hefði verið ekið utan í bílinn.. Nýbúinn ætlaði auðvitað að stinga af og var alls ekki sáttur við manninn sem klagaði. Viktor sagði að hann hefði hreytt í hann allan tímann og meira að segja rifið í hann tvisvar í staðinn fyrir að tala bara við Viktor.. Viktor vonar bara núna að þetta sé ekki neitt svo hann þurfi ekki að hringja í fíflið.. Hann er snarbilaður eins og flestum nýbúm hérna sæmir..

Gleðin tók þó öll völd hér í kotinu áðan þegar litla prinsessan okkar ákvað loksins að kúka í klósettið. Hún hefur ekki viljað kúka í klósettið í rúmt ár og þetta er búið að vera mikið vandamál.. Fagnaðarlætin voru rosaleg, ég og Viktor vorum eins og geðsjúklingar hérna hoppandi og öskrandi út um allt.. Og til að toppa árangurinn þá tókst Viktoríu auðvitað að stífla klósettið... Vá hvað mér fannst það fyndið, annað en pabbanum sem vildi kenna pappírsmagninu um. Þetta var bara hinn fínasti hnulli hjá henni.. Nóg um skít....... Erum samt enn að fagna......

Horfðum áðan á Tedda verða bikarmeistari í Noregi.. Til hamingju Teddi minn... Skemmtilegur leikur og kom Teddi sterkur inn í vörnina í seinni hálfleik og auðvitað bestur í fagninu...

Jæja læt þetta duga..

Later
Hrabba

Comments:
Til hamingju Viktoría, frábær árangur þar!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?