fimmtudagur, desember 09, 2004

Kýr sjá í svart-hvítu

Þessi færsla er mitt framlag frá mér til mín til að komast hjá lærdómi... Ég er orðin uppfull af sálfræðifróðleik sem verður að geymast í hálfan sólarhring til viðbótar!!! ...Já og svo ég kom nú aðeins inn á það svið þá lærði ég helvíti skemmtilegt hugtak áðan,, sem ég get fullvissað fólk um að allir geta tengt þetta við vin ef ekki vini sína!! Hugtakið er svohljóðandi....
Drukkin sjálfsmyndarbólga: þá tjáir drukkið fólk bólgið álit á sjálfum sér á atriðum sem því finnst skipta máli!! Alveg finnst mér það merkilegt hvað margir eru svona,, fyrir minn smekk er þetta fólkið sem er leiðinlegt í party-um... svona fólk á nottla bara að halda sig heima fyrir... en skemmtilega við þetta allt saman er að það er til hugtak í sálfræði fyrir þessi fyrirbæri!!!
Annað sem ég las í sálfræðinni er það að kýr sjá í svart-hvítu!!! Í hélt ég væri svona rosalega heimsk að vita þetta ekki þannig að ég ákvað bara að deila þessu með sjálfri mér,, en audda stóðst ég það ekki þannig að ég tók mig til og fór að spyrja fólk út í þetta og að lokum voru bara allir jafn fáfróðir um þessi mál og ég!!! En ég skora á þá sem vissu þetta fyrir að gefa sig fram,, ég tek ofan fyrir soddan fólki....
..Eitt í viðbót,, var að lesa lögregludagbókina eftir helgina.. Jááá og það sem vakti áhuga minn var ekki eitthvað dópmál eða sjoppurán... Nei því áttræð kona var tekin um helgina!!! Og nú vil ég að allir hugsi með sér ... ”Fyir hvað?”.................
uuu nei það er ekki rétt,, hún var ekki tekin fyrir það... Því viti menn áttræð kona var tekin fyrir VEGGJAKROT!!!!!! Pælið í þessu,, þetta gæti bara verið amma manns og ef ekki bara langamma....
Hversu langt getur einmannaleikinn farið með fólk nú til dags,,, á þetta fólk enga að eða hvað?,, legg til að allir fara að athuga hvernig málin standa hjá sínum nánustu...
Er núna að velta fyrir mér... Hva ef maður þyrfti að velja á milli þess að eiga áttræða ömmu sem stundar veggjakrot,, og að lokum nást fyrir það!!... eða að eiga afa sem gengi í gallapilsi og er ástfangin af kynlífdúkku sem hann fer með hvert fótmál!!
Þá þyrfti mar að fara bjóða afa og Pamelu í jólaboðin og slíkt!!!
Held ég yrði sáttari með ömmuna,, hún er allavena með töff hobby!! Hmm???

Jæja best að fara lesa glósurnar sínar svo mar rúlli prófinu...
Kveð að sinni.... Hæja pæja perra tæja!!!
(svefngalsin aðeins farin að láta segja til sín)

Comments:
Verð að koma inn á þetta með ömmuna, hún var að krota með tússpenna á stjórnarráðið var "handtekin" fyrir veggjakrot. Tússpenninn var tekinn af henni og málið telst upplýst! hahaha, þetta er hin íslenska Che Che Guavara! Lifi uppreisnin!
Kv.Bjarney

P.s maður fær ofbirtu í augun af þessum lit á síðunni, vildi óska að ég væri belja núna svo að ég sæi þetta í svart-hvítu..! ;o)
 
Djöfulsins snilld... ég vissi þetta ekki,, ég las bara hálfa söguna greinilega!! En hvað ætli hafi þá verið sagt við aumingja konuna í yfirheyrslunni... Þ A Ð
M Á E K K I K R O T A Á V E G G I !!!!!!
 
Já Hanna hamstratottari... þetta eru áhugaverðar pælingar og ég get sagt þér að ég er alveg sammála þér með að fólk með drukkna sjálfsmyndarbólgu er hræðilega leiðinlegt í partýjum... En þetta með ömmuna, pældu í að mæta ömmu þinni í einum undirgöngunum í Breiðholtinu að spreyja... Frekar spes ekki satt...???
Kv, Kolla Frussupíka
 
Hey Hanna þetta er amma mín í föðurætt, og gamli kallin er afi minn í móðurætt...!!!! Nei ég segi svona, var að reyna að ímynda mér hversu vandræðalegt það yrði :)
Hey mig langaði til að segja ykkur að síðan okkar lísu heitr núna www.blog.central.is/lisaograkel ekki /rakeloglisa....Lísa var eitthvað ósátt við að nafnið mitt væri á undan!!! Nei grín, það komu upp tæknileg vandamál með hina síðuna
allavega!!! ég bið að heilsa
Rakel Dögg grínisti
 
hahaha, snilldar frettir, eg bid spennt eftir naestu...verdur ad standa vid lofordid um ad flytja okkur utlendingunum allar svaesnu frettirnar af froni...guggsen
 
hehe.. vá hvað það hefði verið vandræðalegt að vera búin að dissa ömmu þína og afa..
var einmitt búin að vera pæla hversu slakir bloggara þið væruð,, en núna er komin skýring á þessu öllu saman!
Kv.Hanna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?