sunnudagur, desember 12, 2004
Kremps í legs....
Já furðulegustu hlutir geta nú gerst.. Vaknaði í nótt með krampa í vinstri kálfanum og vakti Viktor og bað hann um smá hjálp. Viktor var auðvitað fljótur til og teygði á kellunni.. Við sváfum heima hjá Davíð og Diljá inn í litlu herbergi með Viktoríu og Drífu (börnin okkar) inni hjá okkur.. En þær urðu nú ekki varar við krampalætin.. Við morgunverðarborðið í morgun segir Drífa okkur svo frá mjög merkilegum atburði sem hafði hent hana um nóttina.. Hún segir að þetta hafi aldrei komið fyrir hana áður en hún hafi fengið krampa í kálfann í nótt.. Viktor varð alveg stjarfur og var lengi að átta sig á hlutunum.. Mundi að hafa verið vaktur í nótt og beðinn um krampahjálp.. En svaf Drífa allt í einu við hliðina á honum?? Hann var lengi að hugsa áður en hann segir; Hrabba var ég ekki örugglega að hjálpa þér í nótt? Spáiði í þetta við fengum báðar krampa í vinstri kálfann í nótt og þetta hefur aldrei gerst áður fyrir hvoruga okkar.. Fáránlegt... Þannig að við vorum báðar frekar stífar í kálfanum í dag...
Og Hanna mín hvernig væri nú að láta mann vita þegar prinsinn er að slá sér upp.. Það er nú ekki eins og það gerist oft.. Þú kannski reddar mér myndum af hinni einu sönnu svo ég geti sett hana inn á síðuna ;-)
Köben var annars fín um helgina.. Fórum reyndar ekki í tívolí, vorum eitthvað löt.. Það var víst líka geðsjúk traffík þar.. Viktor og Drífa kíktu svo með Davíð í vinnuna í nótt en hann er að vinna á rosa flottum skemmtistað. Ótrúlegt að Drífa skildi pína sig í bæinn.. Þau voru dugleg að spotta fólkið og það er komin niðurstaða eftir kvöldið.. Allar gellurnar með sílíkon og karlarnir píkulegir, allt of mikið tilhafðir segir tískulöggan.. Já svona er Köben í dag..
Í dag var svo afmæli hjá Galdri Mána og þar gerðust aldeilis hlutirnir.. Litla stelpan okkar hún Viktoría var inn í herbergi að kyssa nýjan kærasta sem heitir Lucas. Var að kynnast honum í afmælinu, hún er nú ekki lengi að þessu stelpan.. Hvaðan ætli hún hafi þetta?????? Já þannig að núna á hún tvo kærasta og ætlaði ekki að þora að segja pabba sínum frá því.. Hún er bara flottust... Verst að kærastarnir eru bestu vinir þannig að þetta gæti orðið vandamál seinna meir..
Jæja þetta var dagbók helgarinnar...
Krampakonan kveður
Hrebs kremps..
Og Hanna mín hvernig væri nú að láta mann vita þegar prinsinn er að slá sér upp.. Það er nú ekki eins og það gerist oft.. Þú kannski reddar mér myndum af hinni einu sönnu svo ég geti sett hana inn á síðuna ;-)
Köben var annars fín um helgina.. Fórum reyndar ekki í tívolí, vorum eitthvað löt.. Það var víst líka geðsjúk traffík þar.. Viktor og Drífa kíktu svo með Davíð í vinnuna í nótt en hann er að vinna á rosa flottum skemmtistað. Ótrúlegt að Drífa skildi pína sig í bæinn.. Þau voru dugleg að spotta fólkið og það er komin niðurstaða eftir kvöldið.. Allar gellurnar með sílíkon og karlarnir píkulegir, allt of mikið tilhafðir segir tískulöggan.. Já svona er Köben í dag..
Í dag var svo afmæli hjá Galdri Mána og þar gerðust aldeilis hlutirnir.. Litla stelpan okkar hún Viktoría var inn í herbergi að kyssa nýjan kærasta sem heitir Lucas. Var að kynnast honum í afmælinu, hún er nú ekki lengi að þessu stelpan.. Hvaðan ætli hún hafi þetta?????? Já þannig að núna á hún tvo kærasta og ætlaði ekki að þora að segja pabba sínum frá því.. Hún er bara flottust... Verst að kærastarnir eru bestu vinir þannig að þetta gæti orðið vandamál seinna meir..
Jæja þetta var dagbók helgarinnar...
Krampakonan kveður
Hrebs kremps..
Comments:
<< Home
Heyrðu, ég þyrfti að fá að ræða aðeins við Viktoríu. Fá einhver trix hjá henni, mér finnst nú eiginlega ekki sanngjarnt að hún eigi tvo kærasta en ég engann!! Fæ kannski að passa hana um jólin og fæ þá leyndardóminn upp úr henni, er ekki örugglega hægt að múta henni með nammi?! ;o)
Kv. Bjarney Jones
Kv. Bjarney Jones
Bjarney mín trixið er að koma sér bara beint að efninu.. Ef þú sérð einhvern sem þér líst vel á þá stekkurðu á hann og kyssir hann.. Svo er bara kominn eitt stykki kærasti.. Þú mátt að sjálfsögðu passa og nammi er eitthvað sem hún segir ekki nei við.. Hún er alveg eins og mamma sín..
Hahaha, ég hef greinilega bara verið að klikka á smáatriðunum!! Hef þessa taktík í huga..!
En pössunartilboðið stendur alltaf;o)
kv.Bj.
Skrifa ummæli
En pössunartilboðið stendur alltaf;o)
kv.Bj.
<< Home