mánudagur, desember 27, 2004

Þunn eftir læti næturinnar!

Gleðileg Jól öll með tölu, vonandi eruð þið búin að hafa það fínt yfir Jólin. Kellan er allavega búin að hafa það svaka fínt. Fór reyndar aðeins yfir strikið í gær, úfffff drakk mig piss fulla í gær en það var svaka stuð. Við landsliðs-píurnar hittumst hjá Gunnsunni í gær og úr varð sjóðheitt partý sem endaði að sjálfsögðu á Hvebbanum......ussss hann klikkar seint! Kellan skilaði sér heim um hálf sjö leytið, veit ekki hvernig ég hef haft rænu á því að koma mér úr fötunum og í náttfötin. En ég er allavega búin að fá að kenna á því í dag....... þvinka dauðans!

Dríbban hringdi með tárin í augunum í dag, var þvílíkt miður sín á því að hafa beilað á Hvebbanum. En kellan er stödd í eyjum yfir hátíðarnar og verður þar yfir áramót. Þar munum við tvíbbar djamma um áramótin saman...... maður lætur allt eftir þessum blessuðum körlum!

Hef þetta gott í bili, við Rebba og Amor ætlum að setja mynd í tækið.

Hey svona að lokum......... Guðrún Drífa ertu að grínast með VATNIÐ!!!!! og ég skildi ekkert útaf hverju ég mátti ekki blanda í glas fyrir kelluna!


Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?