laugardagur, janúar 29, 2005

Dagný...hmm!!!

Sælt veri fólkið!!
Mamma og pabbi hafa mikið verið að pæla akkuru engin hafi sett út á málfarsvilluna Dagnýjar.. Verð að viðurkenna að ég las líka framhjá þessu fyrst!! Dagný segir semsagt að lítið hafi riðið á daga hennar upp á síðkastið!!! Gott Dagný!! ;)
Segir samt að hún hafi eytt helginni með Gunnari!! Já,, það eru komnir brestir!!
Nei smá djók... Allavena þá vildi gamla pakkið endilega að ég minntist á þetta!!
...Annars er allt gott að frétta af mér!!! Ekkert til að segja frá svosem bara allt voða venjulegt!! ..Fór í bíó í dag með Brynjólf á Stuðmannamyndina,,hún var ekkert spes,, eiginlega bara ekki neitt varið í hana,,, myndinni tókst allavena að láta mig vera dottandi allan seinni partinn!!! Það sem hélt í mér lífi fyrir hlé var ókunnugi sessinauturinn minn... -Kelling ein á sextugs aldri sest við hlið mér í upphafi myndar og strax finn ég þessa ógeðslegu romm-lykt koma með henni...
Fattaði strax að gamlan var alveg útúrblekuð.. í fyrsta lagi skildi ég ekki í fjölskyldunni að vera taka hana með í bíó.. var með manninum sínum, syni og barnabarni!!! Allavena þá er kellingin að syngja með öllu,,, eða tralla réttara sagt fyrsta korterinn... Og ekki nóg með að hún söng bara neinei hún var líka að hreyfa sig í takt við tónlistina!!! Oooog það sem verra var að þegar engin lög voru undir þá var hún barasta að tala við tjaldið.. t.d þá öskraði hún endalaust hátt OJJJ þegar Helga Braga og Andrea Gylfa eru á sundbol í stuttan tíma í byrjun!!!
En sem betur fer þá rotaðist kellingin eftir korter... En eftir það á svona 10mínútna fresti var barnabarnið alltaf að reyna vekja ömmu sína!!! Hrista hana og bankaði eitthvað í hana og sagði "Amma þú ert í bíó, vaknaðu" Yfirleitt sýndi konan bara ekki neitt lífsmark en ef hún gerði það þá gólaði hún bara neiiii!!!! Síðan var krakkinn að segja við pabba sinn og afa "Amma er sofnuð og ég get ekki vakið hana" þá sögðu þeir alltaf "Leifðu henni bara að sofa" Smá pæling,, akkuru í andskotanum voru þeir að drattast með gömlu með sér á kúpunni ef hún átti bara að sofa!!!
Já þetta var öðruvísi bíóferð...
En jæja þá er kvöldið að byrja... verð að fara í dressið,, ætla samt bara að vera á bíl!! Það er í lagi svona einu sinni!! testum það allavena...
Þangað til næst..
Hanna

Comments:
Gott Dagný mín!!! mjög sterkur leikur!
DS
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?