fimmtudagur, janúar 20, 2005

Drífa skaddaðist!!!

Ég er á lífi.. tók mér smá blogpásu!! verð að fara að segja eitthvað,, greyið Hrabba að þurfa að skrifa hérna!! Það fer að koma að því að hún verði uppiskroppa með efni,, samt ekki,, fyrst ég er að minnast á Hröbbu þá verð að ég segja henni hversu stolt ég er af henni!!! Bara spurt um kellu í hraðaspurningum í Gettu Betur.. ekki slæmt það!
Ég get líka gefið ykkur ástæðu fyrir því að Drífa lætur ekki í sér heyra hér...
jú ég get sagt ykkur það,, hún skaddaðist seinustu helgi!! Án djóks,, hún var að taka fysta alvörudjamm í Reykjavíkinni í langan tíma og það fór aðeins yfir strikið!!
Eða ég veit ekki hvað ykkur finnst,, en mér finnst orðið soldið slæmt þegar hún þekkir ekki sína eigin systur á Hvebbanum,, það er ekki eins og að það ætti að koma henni á óvart að hitta syst þar!! það var ekki nóg með að hún þekkti mig ekki,, heldur reyndi hún að brjótast inná klósettið mitt! Ég var frekar pirrípó með geðsjúkling á hurðinni hjá mér sem reyndist síðan vera Drífa.. og aftur þekkti hún mig ekki,, því kella arkaði solleiðis inná klósett áður en ég náði að fara út!!! Já Drífa er sonna hress!!! ;)
En jæja helgi framundan,, allt að gerast.. ÍR-party á laugard. þar sem Róbert Hjálmtýrsson mun leika fyrir dansi!! Ætli mar skelli sér ekki með brósa!!
Nenni ekki meir...
Hanna

Comments:
Ég get vel trúað því að Drífa sé sködduð eftir helgina..
allavena meðan við ástandið sem ég sá hana í á föstudaginn!
L
 
Halló systur.. Viljið þið gjöra svo vel og haga ykkur..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?