miðvikudagur, janúar 19, 2005

Dísin komin með göt í eyrun...

Já litla snúllan mín fékk sér eyrnalokka í dag... Ekkert smá sátt við lífið og tilveruna.. Valdi sér sjálf gulleyrnalokka og hlakkar rosa mikið til að sýna öllum..

Það er búið að draga í 8 liða úrslit í evrópukeppninni (bikarhafa) og lentum við á móti Króatísku liði Podravka.. Stórt lið með mikla hefð sem hefur m.a unnið Champions League.. Við eigum fyrsta leik heima sem er ekki alveg nógu gott.. Mikið betra að enda á heimavelli... En þetta verður spennandi.. Spilum aðra og þriðju helgina í feb...

Við fórum í dag til Holstebro og náðum í draslið hennar Rebbu.. Það var nú alveg slatti sem stúlkukindin skyldi eftir handa okkur.. Ég er þó ánægðust með hjólið því að eftir að Viktor byrjaði í skólanum er hann búinn að einoka bílinn.. Kellan þarf sem sagt að fara að setjast á reiðhjól.. Hrikalegt... Þetta væri nú samt allt annað ef að Rebba hefði asnast til að kaupa KALKOFF hjól eins og maður átti í gamla daga.. Það var sko keppnis.... Það er svo spurning fyrst ég ætla að fara hjóla aftur hvort ég taki ekki upp DonCano gallann og LA Gear skóna??
Við vorum einmitt að rifja upp þetta tímabil um daginn með Stull, Matthildi, Dadda og Tinnu.. Þvílík snilld...

Svona að lokum þá fékk ég mexíkanska pizzu á Cooks í kvöldmat þannig að Hrabban hefur það rosa gott.......

Yfir og út..........

Comments:
hehehehehe ég hef nokk. sinnum næstum tvi verid búin ad segja vid lillu ad nú verdi hún ad fá gøt í eyrun.. thetta gangi nú ekki.. en nádi semsagt alltaf ad stoppa mig af.. Vildi nú ekki fara ad láta barnid suuuuuda í foreldrunum grimt..

en úffff!!! tvílíkur léttir... freeeee!!

hehe;)

Matthildur
 
Hrabba mín vinnurðu ekki við hliðina á húsinu þínu, voða svekt að þurfa að nota hjólið, þú ert snilld. Hlakka til að sjá Dísina algjör mús. Miss you
Inga Fríða (með 100% mætingu á æfingum síðustu 2 vikur)
 
Hey veistu hvað? Var að hlusta á gettu betur og ein hraðaspurningin var: Hvaða íslenska handknattleikskona leikur með SK Árhús??? hehe annað liðið gatt rétt ;) alltaf gott að hafa íþróttaspurningarnar á hreinu !!
Kveðja Árný
 
Matthildur mín þú ert hér með ráðin stílisti fyrir Dísina.. Hvað segir þú með lokk í naflann?????
Inga Fríða mín ég er að þjálfa handbolta einu sinni í viku á morgnana og það er næstum því kílómeter þangað.. Er búin að labba þetta tvisvar sinnum.. Endalaust dugleg... hehehe
Ekkert smá ánægð með Gettu betur og spáið í því að annað liðið gat svarað.. Hef sjaldan fundist ég vera jafn fræg.. Spurning um að hætta á toppnum???
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?