laugardagur, janúar 29, 2005

Ég breytist bráðum í handbolta..

Þetta er hætt að vera eðlilegt.. Hér eru sýndir 3-4 leikir á dag og erum við búin að horfa á alltof mikið af þessu.. Ég toppaði þetta svo áðan þegar ég horfði á Danmörk-Frakkland og tók svo upp Noreg-Egyptaland á norskri stöð á meðan.. Horfði svo a þann leik eftir Danaleikinn.. Ég verð nú að segja að ég er ótrúlega sár og svekkt með þetta mót.. Ísland komst ekki áfram og svo voru Danirnir líka að klúðra þessu.. EN Kjellingin og félagar hans í norska liðinu eru komnir áfram þannig að það er nokkuð ljóst hverja ég horfi á núna.. Kjellingin var samt ekki að gera gott mót áðan, klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum og sat svo bara á bekknum eftir það.. Ég var ekki alveg sátt við það enda sjaldan súmað á bekkinn.. Ég má svo ekki gleyma að minnast á hann Alex minn, án efa hetjan mín í þessu móti.. Stóð sig ekkert smá vel.. Enda fékk hann mesta hrósið frá Viggó.. Átti það svo sannarlega skilið..
Við fengum svo gesti í dag. Svala, Hulda, Stulli og Matthildur komu til okkar og sáu leikinn hjá okkur.. Svala að fara á kostum hérna.. Það þarf að koma Sveilinni í uppistand, hún myndi rústa því.. Ótrúlega fyndin stúlka sem ætlar svo bara að fara að grínast með læknastéttinni..
Á morgun eigum við svo útileik á móti GOG þannig að það fer allur dagurinn í það.. Leggjum af stað rétt fyrir 11 og komum ekki heim fyrr en seint um kvöldið..
Og svo að lokum; HRÓS DAGSINS.... Já það fær hann Hjalti minn sem er búinn að vinna sig upp úr utandeildinni.. Hélt að það myndi aldrei gerast...
Best að koma sér í háttinn.. Gamall líkami heldur betur farin að kvarta þessa dagana.. Ég er búin að vera skelfileg í bakinu síðustu tvær vikur.. Er alltaf að læsast í bakinu.. Ekki þægilegt það.. Hræðilegt að vera orðin svona gömul..
Hrabba

Comments:
Ásdís Sig segir: Heyrðu, þið verðið að fara að íhuga að taka mig inn í úrvalsdeildina... Ég er búin að taka þvílíkum framförum á nýja árinu og er meira að segja að spá í að vera með þraut vikunnar og fleira skemmtilegt í náinni framtíð... Ég á ekki heima með hinum pennunum... Uss! :o)

Kveðja, Dísa skvísa
 
Ásdís mín tvö blogg í viðbót á næstu 4 dögum og þú ert komin í úrvalsdeildina.. Ánægð með metnaðinn...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?